Fréttir og tilkynningar

Hátíðleg stund á útskrift Háskólans á Bifröst
Það var hátíðleg stund þegar útskriftarefni tóku við prófskírteinum sínum í Hjálmakletti í dag.
Lesa meira
Nýtt meistarnám í Samskiptastjórnun
Nýtt nám í Samskiptastjórnun hefst við Háskólann á Bifröst haustið 2025. Námið veitir einstakt tækifæri til að hasla sér völl á einu áhugaverðasta sviði samtímans – stjórnun samskipta fyrirtækja, stofnana og annarra skipulagsheilda. Námið býður upp á dýpri innsýn í þetta sívaxandi fag og þjálfar nemendur í að verða leiðandi á sviði samskiptastjórnunar.
Lesa meira
Hlaðvarp Einars og Dr. Sigrúnar Lilju á Jafnréttisdögum háskólanna
Jafnréttisdagar háskólanna standa nú yfir, en þeim líkur á morgun 13. febrúar. Einar Svansson og Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir voru meðal þátttakenda með hlaðvarp sitt sem ber heitið "Meðvitund um eigin fordóma og viljinn til að læra" og er það nú komið í loftið.
Lesa meira
Bjarni Már í Speglinum á Rúv á föstudag
Bjarni Már Magnússon prófessor og deildarstjóri lagadeildar var til viðtals í þættinum Spegillinn á Rúv á föstudaginn, þar sem hann ræddi við Ævar Örn Jósepsson um Trump, Gaza og útþenslustefnu Bandaríkjaforseta.
Lesa meira
Útskriftarhátíð Háskólans á Bifröst
Útskriftarhátíð Háskólans á Bifröst fer fram í Hjálmakletti í Borgarnesi laugardaginn 15. febrúar, frá kl. 11:00 til 13:00. Á hátíðinni útskrifast 88 nemendur, þar af 39 á meistarastigi. 53 nemendur útskrifast úr viðskiptadeild, 11 úr lagadeild og 24 úr félagsvísindadeild.
Lesa meira
Umfjöllun birt á VOXEU
Hanna Kristín Skaftadóttir, lektor við Háskólann á Bifröst ásamt sterkum hópi kvenna, fengu í vikunni umfjöllun sína birta á netmiðlinum cepr.org/voxeu, sem er stefnumótandi vettvangur rekin af Centre for Economic Policy Research (CEPR).
Lesa meira
Jafnréttisdagar háskólanna
Jafnréttisdagar háskólanna verða haldnir dagana 10. - 13. febrúar. Þar verða fjölmargir áhugaverðir viðburðir bæði haldnir í háskólunum og í beinu streymi. Okkar fólk lætur sitt ekki eftir liggja og verða viðburðir frá okkar fólki bæði þann 12. og 13. febrúar.
Lesa meira
Samtal um skapandi greinar - Nýsköpun á sviði tónlistar frestað til 11.febrúar
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) í samstarfi við CCP býður í samtal um skapandi greinar þriðjudaginn 11. febrúar klukkan 8:30 - 10 í húsakynnum CCP Í Grósku, 3. hæð, að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Nýsköpun á sviði tónlistar.
Lesa meira
Staðlotu helgarinnar aflýst vegna spár um aftakaveður
Vegna aftakaveðurs sem spáð er um helgina, meira og minna um allt land, hefur sú ákvörðun verið tekin að færa staðlotuna alfarið yfir á Teams.
Lesa meira