Prófstjóri

Háskólinn á Bifröst auglýsir laust til um sóknar starf prófstjóra. Um fullt starf er að ræða frá og með hausti 2024. Leitað er að einstaklingi sem hefur þekkingu og reynslu af prófstjórn í háskólaumhverfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Háskólinn á Bifröst er framsækinn háskóli sem hefur verið leiðandi í uppbyggingu hagnýts fjarnáms á háskólastigi hér á landi síðastliðin 25 ár. Tvær starfsstöðvar eru við háskólann sem eru annars vegar í Reykjavík og hins vegar á Hvanneyri. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipulagning og umsjón með framkvæmd prófa í skólanum.
  • Aðstoð við kennara vegna prófa og próffræða.
  • Umsjón með prófkerfinu Inspera.
  • Umsjón og eftirfylgni með þróun á prófakerfum og prófafræðum.
  • Halda námskeið fyrir kennara um uppbyggingu prófa og um próffræði.
  • Samskipti við prófstöðvar utan skólans, innanlands og erlendis.
  • Innheimta prófa frá kennurum og eftirfylgni með reglum og verklagi í kringum próftöku og framkvæmd.
  • Innheimta prófseinkunna og birting þeirra samkvæmt reglum skólans.

 Menntunar og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi er æskilegt.
  • Reynsla af prófstjórn og þekking á fjarnámi er kostur.
  • Reynsla úr háskólaumhverfinu er kostur.
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Mjög góð skipulagsfærni og frumkvæði í starfi.
  • Mjög góð tölvukunnátta.
  • Færni bæði til að vinna í teymi sem og sjálfstætt.
  • Mjög góð íslensku og ensku kunnátta, í ræðu og riti.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá, afrit af útskriftarskírteinum ásamt stuttu kynningabréfi, þar sem gert er grein fyrir ástæðu og rökstuningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 23. júlí 2024 og er tekið við umsóknum á atvinnumiðlunarvefnum Alfred.is. Við hvetjum alla einstaklinga, óháð kyni, til þess að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og verður umsækjendum svarað að ráðningu lokinni. 

Allar nánari upplýsingar veita Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri kennslu og þjónustu kennslustjori@bifrost.is.