Verkefnastjóri fyrir OpenEU
Háskólinn á Bifröst óskar eftir að ráða verkefnastjóra í fullt starf til þess að vera tengiliður Háskólans á Bifröst við OpenEU samstarfsnetið. Ef þú ert árangursdrifinn leiðtogi sem hefur metnað fyrir að skila verkefnum á réttum tíma og innan fjárhagsáætlunar gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig. Háskólinn á Bifröst hefur starfstöðvar bæði í Reykjavík og á Hvanneyri.
Um OpenEU
OpenEU er leiðandi evrópskt háskólanet sem helgar sig því að auka aðgengi að háskólanámi með fjarnámi. Markmið með netinu er að skapa landamæralaust fræðsluumhverfi sem styrkir nemendur, virkjar samfélög og stuðlar að atvinnumöguleikum um alla Evrópu.
Helstu verkefni:
- Hönnun og umsjón með verkefnum sem tengjast samfélagsþátttöku, samskiptum við hagsmunaaðila og eflingu vellíðunar og atvinnuhæfni nemenda innan OpenEU samstarfsnetsins.
- Stýra og samræma vinnu í tengslum við skapa rafrænt háskólasamfélag (OpenEU Virtual Community Campus) og vettvang til þátttöku (Joint Participatory Platform), í nánu samstarfi við aðra samstarfsháskóla.
- Stuðla að árangursríkum samskiptum og samstarfi milli háskóla, samfélaga, fyrirtækja og opinberra stofnana til að tryggja árangur verkefna.
- Yfirsýn og eftirfylgni með framgangi verkefna, tímaáætlun, fjármagni ásamt skýrslu skilum til yfirstjórnar og annarra samstarfsaðila.
- Þróun og innleiðing verkefna sem skapa nemendum tækifæri til starfsþróunar, starfsnáms og þjálfunar.
- Móta stefnu/aðferðir til að tengja nemendur og kennara við samfélög á höfuðborgarsvæðinu og á landsvísu og stuðla þannig að símenntun og félagslegum áhrifum.
- Innleiðing og þróun á stafrænum kennsluaðferðum fyrir fjarnám.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistaranám sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði, félagsvísindum, hugvísindum eða menntavísindum.
- 3 ára reynsla af verkefnastjórnun - kostur ef það er innan háskólaumhverfis, samfélagsverkefna
- Þekking á evrópskum háskólakerfum og fjarnámi er kostur.
- Haldbær þekking á kennslukerfum og annarri kennslutækni.
- Haldbær reynsla af alþjóðlegu starfsumhverfi og/eða samstarfsverkefnum.
- Geta til þess að starfa í fjarkennslu- og fjölmenningarlegu umhverfi.
- Framúrskarandi leiðtogafærni
- Færni í mannlegum samskiptum, skipulagsfærni og lausnamiðuð vinnubrögð.
- Framúrskarandi enskukunnátta, bæði í rituðu og töluðu máli og góður skilningur á íslensku, bæði í rituðu og töluðu máli
- Umsóknin skal innihalda ferilskrá, staðfest afrit af prófskírteinum og stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir áhuga á starfinu og hæfni umsækjanda til að sinna því.
Umsóknarfrestur er til 14. nóvember 2024, og skulu umsóknir berast í gegnum Alfred.is. Við hvetjum alla, óháð kyni, til að sækja um. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál, og allir umsækjendur fá tilkynningu þegar ráðningarferli lýkur.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Allar nánari upplýsingar veiti Kasper Kristensen, rannsóknarstjóri, rannsoknarstjori@bifrost.is og Heiður Ósk Pétursdóttir, mannauðsstjóri, mannaudsstjori@bifrost.is
Project Manager for OpenEU
Bifröst University is seeking a full-time Project Manager (Local Coordinator) to steer our OpenEU project. If you are a results-driven leader with a passion for delivering high-quality projects on time and within budget, this could be the ideal role for you. Bifröst University operates from two locations: Reykjavík and Hvanneyri.
About OpenEU
OpenEU is a premier European university alliance committed to expanding access to higher education through distance learning. Our goal is to create a borderless academic environment that empowers students, engages communities, and promotes employability across Europe.
Key Responsibilties
- Design and oversee initiatives focused on community engagement, stakeholder interaction, and enhancing student wellbeing and employability across the OpenEU alliance.
- Manage and coordinate projects associated with the OpenEU Virtual Community Campus and Joint
- Participatory Platform, collaborating closely with partner institutions.
- Facilitate communication and partnerships between universities, local communities, businesses, and government entities to ensure project success.
- Monitor and report on project objectives, managing timelines, resources, and budgets while providing regular updates to senior management and partner teams.
- Design and implement projects that provide students with career development opportunities, internships, and skills training programs.
- Develop strategies to connect students and educators with local and regional communities, promoting lifelong learning and social impact.
- Collaborate with academic leaders to integrate cutting-edge digital tools and pedagogical practices into distance education programs.
Qualifications:
- Master’s degree, for example in business, social sciences, humanities, or education.
- Minimum of 3 years of experience in project management, preferably within higher education, non-profit, or community-focused settings.
- Knowledge of European higher education systems and distance learning is an advantage.
- Good knowledge of learning management systems and other teaching technologies.
- Proven experience in international work environments and/or collaborations.
- Ability to work effectively in a remote, multicultural team environment.
- Strong leadership and team management abilities.
- Excellent communication, organizational, and problem-solving skills.
- Excellent English language skills, both written and spoken.
- Good understanding of written and spoken Icelandic.
Applicants should submit a résumé, proof of degree(s), and a brief cover letter outlining their motivation for applying and suitability for the position.
The application deadline is November 14, 2024. Please apply through Alfred.is. We welcome applications from all individuals, regardless of gender, and assure that all applications will be handled confidentially. All applicants will be notified upon the completion of the hiring process.
The selected candidate is ideally available to start as soon as possible.
For further information, please contact: Kasper Kristensen, research manager, rannsoknarstjori@bifrost.is or Heiður Ósk Pétursdóttir, mannauðsstjóri, mannaudsstjori@bifrost.is