Þjónusta
Persónuleg þjónusta við hvern og einn
Háskólinn á Bifröst hefur að markmiði að veita persónulega og faglega þjónustu en í því felst að bæði starfsfólk og nemendur eru þátttakendur og bera saman ábyrgð á gagnlegum og jákvæðum samskiptum. Námið og umgjörð þess er stutt með kennslu og leiðbeiningum af hálfu kennara og annarra starfsmanna skólans. Í námi við Háskólann á Bifröst eru nemendur lykilþátttakendur og því er þjónustan og samskiptin milli þeirra og starfsmanna skólans ekki síður í þeirra höndum en höndum starfsmanna. Námið felur í sér samstarf sem byggir á virðingu og trausti og áhuga nemenda og kennara á að öðlast nýja þekkingu og færni og vilja til að takast á við ögrandi verkefni.