Alþjóðaskrifstofa

Hjá Háskólanum á Bifröst er áhersla lögð á alþjóðlegt samstarf við erlenda háskóla. Undanfarin ár hefur fjöldi nemenda farið í skiptinám erlendis í eina eða tvær annir.

Nemendum býðst að fara og stunda nám í einum af samstarfsskólum Bifrastar erlendis og er námið metið inn í grunnnám viðkomandi svo ekki glatist mikilvægur tími úr náminu. Skiptinám er góður undirbúningur fyrir nám og störf í alþjóðlegu umhverfi og um leið fá nemendur tækifæri til að kynnast annarri menningu, öðlast mikilvæga reynslu og víkka sjóndeildarhringinn. Að sama skapi kemur hópur erlendra skiptinema og dvelur á Bifröst ár hvert. Hér er listi yfir samstarfsskóla Háskólans á Bifröst.

Háskólinn er aðili að Erasmus-samstarfi evrópskra háskóla og er einnig með marga tvíhliða samninga við sérvalda háskóla utan Evrópu. Bifröst er meðlimur í "University of the Arctic" sem er samstarf nokkurra háskóla í Kanada, Bandaríkjunum, Grænlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Bifröst tekur einnig þátt í "north2north" skiptinemasamstarfi á vegum UArtic.

Nánari upplýsingar veitir:


Herborg Sörensen
Alþjóðafulltrúi
international hjá bifrost.is

Erasmus code fyrir Háskólann á Bifröst er:

IS BORGARN 01

Learning Agreement umsókn (word)