Fagráð um kynbundina og kynferðislega áreitni og ofbeldi
Brot sem varðar kynferðislega áreitni eða ofbeldi og/eða kynbundna áreitni eða ofbeldi er hægt að tilkynna skv. 4. gr. verklagsreglna Háskólans á Bifröst til fagráðs háskólans um viðbrögð við kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi, næsta yfirmanns eða deildarforseta. Einnig getur sá/sú/það sem brotið hefur verið á snúið sér til hvers þess innan skólans sem hann ber traust til. Háskólaráð skipar fagráðið til þriggja skólaára í senn.
Fagráðið er skipað tveimur einstaklingum sem starfa utan skólans og hafa faglega þekkingu á kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Þriðji aðilinn í ráðinu er kosinn af starfsfólki skólans og skal hafa þekkingu til að sinna málefnum þess. Formaður ráðsins skal jafnframt vera annar af utanaðkomandi fagaðilunum.
Fagráð er sáttanefnd og vinnur úr málum með þolendum á grundvelli sátta. Sé brot talið varða við almenn hegningarlög er málinu vísað til lögregluyfirvalda, óski þolandi þess og telst aðkomu fagráðs þá lokið.
Fulltrúar í fagráði háskólans eru:
Elín Blöndal, lögfræðingur og formaður fagráðsins, elinblondal@bifrost.is
Dr. Rakel Heiðmarsdóttir, lektor, fulltrúi starfsfólks HB, rakelh@bifrost.is
Jóhanna Dagbjartsdóttir, sálfræðingur, johanna@salfraedistofan.is