Áfallastjórnun snýr að forvörnum og viðbúnaði, viðbrögðum, lærdómi og endurreisn vegna áfalla. Háskólinn á Bifröst er eini háskóli landsins sem býður upp á námslínu í áfallastjórnun. Nám í áfallastjórnun er hægt að taka til 60 eininga diplómu og 90 eininga meistaraprófs, MA eða MCM.
- MA gráða er 90 eininga nám á meistarastigi: Námskeið (60 ECTS) og MA-ritgerð (30 ECTS).
- MCM gráða er 90 eininga nám á meistarastigi án lokaritgerðar: Námskeið (78 ECTS) og lokaverkefni (12 ECTS).
Náttúruhamfarir, stríð og faraldrar
Á síðastliðnum áratugum hafa fyrirtæki, stofnanir og jafnvel heilu samfélögin þurft að glíma við sífellt flóknari áföll, m.a. vegna þróunar byggða, loftlagsáhrifa, aukinnar alþjóðavæðingar og aukinna samskipta fólks. Náttúruhamfarir, efnahagsáföll, stríð, hryðjuverk og faraldrar eru meðal þeirra áfalla sem hafa verið mest krefjandi í heiminum á þessu tímabili. Á sama tíma hefur almenningur krafist þess í auknum mæli að stjórnendur og stefnumótendur veiti betri forystu þegar spáð er fyrir um hugsanleg áföll og brugðist við þeim. Reynslan hefur sýnt að þessir aðilar eru oft ekki nægilega vel undirbúnir undir þessi verkefni.
Nám í samvinnu við viðbragðsstofnanir
Sívaxandi þörf á markvissari áfallastjórnun hefur hvatt fræðimenn til að þróa þekkingu og skilning á þeim ferlum og mannlegri hegðun sem hafa áhrif þegar áföll dynja á. Til þess hafa þeir leitað eftir samvinnu við viðbragðsaðila—þeirra sem reynsluna hafa. Að náminu koma, auk félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Rauði krossinn á Íslandi, Samband íslenskra sveitarfélaga og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Þar sem Háskólinn á Bifröst er eini háskólinn sem býður uppá námslínu í áfallastjórnun er dýrmætt að geta boðið hana í samvinnu við helstu viðbragðsstofnanir samfélagsins.
Fagstjóri námslínunnar er Dr. Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, prófessor (í leyfi til 1. júlí 2025).
Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, prófessor leysir Ásthildi af sem fagstjóri.
-
Einstakt nám
Háskólinn á Bifröst hefur, einn íslenskra háskóla, boðið upp á meistaranám í áfallastjórnun síðan árið 2021. Áfallastjórnun er ung fræðigrein í örum vexti og hefur þegar skilað betri innsýn til þeirra stjórnenda og stefnumótenda sem með tileinkun á nýrri þekkingu og þjálfun hafa getað skilað markvissari áfallastjórnun. Lögð er áhersla á að námið sé hagnýtt og byggt á fræðilegum grunni. Umsjón með námslínunni hefur dr. Ásthildur Elva Bernharðsdóttir.
-
Lærðu heima
Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi, sem gerir þér kleift að vera í námi á þínum forsendum. Áhersla er lögð á einstaklingsbundna nálgun og námsumhverfi er stafrænt og sveigjanlegt. Stafrænt fjarnám er þannig frábær valkostur fyrir fólk sem hentar að vera í sveigjanlegu háskólanámi, vegna vinnu með námi eða af einhverjum allt öðrum ástæðum. Nánar um námið við Háskólann á Bifröst
-
Framvinda og námslok
Námið er 90 einingar á meistarastigi í fjarnámi og unnt er að ljúka náminu á þremur önnum. MA gráðu lýkur með hefðbundinni MA-ritgerð (30 ECTS) en MCM gráðu lýkur með hagnýtu lokaverkefni (12 ECTS) sem nemendur vinna upp á eigin spýtur með aðstoð leiðbeinanda.
-
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði í námið er grunngráða háskólanáms (t.d. BS, BA, Bed eða BFA) eða menntun og reynsla sem telja má sambærilega við grunngráðu í háskóla.
-
Umsóknarfrestur
Ekki er tekið við umsókum fyrir vorönn 2025. Umsóknarfrestur vegna náms á haustönn 2025 er til 5. júní.
Opnað verður fyrir umsóknir vegna haustannar þann 1. mars 2025.