Gæðastjórnun

Ríkar kröfur eru gerðar um gæðastjórnun víða á vinnumarkaði. Örnám í gæðastjórnun hentar bæði yfirstjórnendum og millistjórnendum sem þurfa starfa sinna vegna að sinna innleiðingu og rekstri gæðakerfa á vinnustað.

Námið felur í sér hagnýta þjálfun svo að nemendur geti að því loknu nýtt aðferðir gæðastjórnunar á markvissan og árangursríkan hátt.  það er kennt í fjarnámi og hentar vel meðfram vinnu. 

Fjöldi ECTS eininga og dreifing vinnuálags

Námið er samtals 12 ECTS einingar og samanstendur af fjórum námskeiðum sem eru 3 ECTS einingar hvert. Hvert námskeið er kennt í sex vikna lotu í fjarnámi. Fjórar lotur dreifast á eitt ár.

Aðgangsviðmið

Gerð er krafa um stúdentspróf, aðfaranám að háskóla eða sambærilegt nám.

Hæfnis- og lærdómsviðmið

Í námsleiðinni munu nemendur kynnast helstu aðferðir við gæðastjórnun sem geta nýst í fyrirtækjum sem stefna á vottun og um helstu atriði undirbúnings fyrir vottun og kröfur til vottunarstofa. Rýnt verður í aðferðir sem hafa reynst vel í rekstri gæðastjórnunarkerfa. 

Rætt verður líka um túlkanir á kröfum staðla fyrir mismunandi fyrirtæki og atvinnugreinar og um tengsl vottana og árangurs. 

Nemendur kynnast helstu straumum og stefnum um gæðastjórnun og tengslum þeirra. Þeir læra hagnýtar aðferðum sem nýtast í gæðastjórnun og stjórnun almennt. Þeir læra um gerð og uppbyggingu gæðastjórnunarkerfa og fá þjálfun í framkvæmd mats og innri úttekta.

Námsmat

Áhersla er á verkefnadrifið námsmat þar sem þátttakendur vinna raunhæf verkefni sem þeir geta nýtt beint í störfum sínum. Nemendur fá leiðbeinandi endurgjöf á verkefnin sín.

Dagsetningar námskeiða árið 2024
Námið verður kennt í fjórum sex vikna lotum árið 2024:

08. janúar til 23. febrúar 2024
Inngangur að gæðastjórnun
29. febrúar til 19. apríl 2024
Verkfærakista gæðastjórans
19. ágúst til 4. október
Gerð gæðastjórnunarkerfis.  

14. október - 1. desember
Framkvæmd mats og úttekta

Stefnt er að því að hefja kennslu námsins aftur á árinu 2025 og verða nánari tímasetningar birtar síðar. Áhugasamir geta haft samband á netfangið endurmenntun@bifrost.is. 

Að námi loknu

Nemandi sem lýkur námsinu fær staðfestingu á námslokum með upplýsingum um fjölda ECTS eininga. Hann fær einnig námsferilsyfirlit með upplýsingum um skipulag örnámsins. 

Námsleiðin leiðir ekki að prófgráðu. Nemandi sem lýkur stökum námskeiðum til ECTS eininga og fær námsferilsyfirlit yfir lokin námskeið.