Háskólinn á Bifröst var fyrstur íslenskra háskóla til að bjóða upp á þverfaglega námsgráðu í lögfræði með BS námi í viðskiptalögfræði. Þar fléttast saman tvær hagnýtar námsgreinar þannig að úr verður fjölbreytt og krefjandi nám sem þjónar hagsmunum atvinnulífsins einkar vel. Námið á sér fyrirmynd víða í nágrannalöndum okkar þar sem slík blanda lögfræði og viðskiptafræði er vinsælt nám. Viðskiptalögræði er 190 ECTS eininga BS nám.
Lagadeild Háskólans á Bifröst leggur áherslu á nýsköpun í kennslu og nemendur eru virkjaðir til skapandi hugsunar á sviði lögfræði. Þannig er litið markvisst til mikilvægra samtfélagsmálefna í náminu eins og loftslags- og sjálfbærnimála og einnig til tækninýjunga og þýðingu þeirra fyrir störf á sviði lögfræðinnar.
Nám í viðskiptalögfræði opnar dyr að fjölbreyttum starfsmöguleikum. Útskrifaðir nemendur frá Bifröst reka m.a. eigin lögmannstofur, starfa hjá alþjóðastofnunum á borð við EFTA, í bönkum eða hjá hinum ýmsu ráðuneytum. Eru þá ótaldir þeir lögfræðingar frá Bifröst sem eru dómarar eða starfandi sem héraðsdóms- og hæstaréttarlögmenn.
-
Lærðu heima
Við Háskólann á Bifröst er áhersla lögð á persónulega þjónustu til nemenda. Ánægjukannanir sýna að mikill meirihluti nemenda er afar ánægður með námið og samskipti við kennara og starfsfólk.
Hverri önn við Háskólann á Bifröst er skipt upp í tvær lotur. Verkefnavinna er stór þáttur í námsmati háskólans og vinna nemendur að verkefnum jafnt og þétt yfir lotur skólaársins.
Sjö vikur eru í hvorri lotu og ein staðlota, þar sem nemendur hitta kennara og samnemendur og taka þátt í umræðum og hópverkefnum. Önnur sérstaða í kennsluháttum Háskólans á Bifröst eru misserisverkefni eða missó, eins og verkefnin eru gjarnan nefnd. Missó tekur mið af á kennsluaðferð sem kallast lærdómsþróun (e. learning by developing) og miðar að því að auka hæfni nemenda fyrir vinnumarkað að námi loknu. Nánar um námið á Bifröst
-
Inntökuskilyrði
Til að geta innritast í námið þurfa nemendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun.
-
Fyrirkomulag námsins
Grunngráða í Viðskiptalögfræði er 2,5 árs nám sem kennt er yfir 7 annir, heildar einingafjöldi er 190 ECTS eða 80 ECTS á hverju skólaári. Þar af eru 130 einingar í lögfræði. Í fyrstu er lögð áhersla á kennslu í undirstöðuatriðum viðskiptalögfræði en á seinni stigum námsins er leitast við að dýpka skilning og þekkingu nemenda. Á síðasta námsári fá nemendur að velja námskeið og skila 12 ECTS lokaritgerð sem unnin er undir handleiðslu leiðbeinanda.
-
Nám á Bifröst
Við Háskólann á Bifröst er áhersla lögð á persónulega þjónustu til nemenda. Ánægjukannanir sýna að mikill meirihluti nemenda er afar ánægður með námið og samskipti við kennara og starfsfólk.
Hverri önn við Háskólann á Bifröst er skipt upp í tvær lotur. Verkefnavinna er stór þáttur í námsmati háskólans og vinna nemendur að verkefnum jafnt og þétt yfir lotur skólaársins.
Sjö vikur eru í hvorri lotu og ein staðlota, þar sem nemendur hitta kennara og samnemendur og taka þátt í umræðum og hópverkefnum. Önnur sérstaða í kennsluháttum Háskólans á Bifröst eru misserisverkefni eða missó, eins og verkefnin eru gjarnan nefnd. Missó tekur mið af á kennsluaðferð sem kallast lærdómsþróun (e. learning by developing) og miðar að því að auka hæfni nemenda fyrir vinnumarkað að námi loknu. Nánar um námið á Bifröst
-
Umsóknarfrestur
Ekki er tekið við umsókum fyrir vorönn 2025. Umsóknarfrestur vegna náms á haustönn 2025 er til 5. júní.
Opnað verður fyrir umsóknir vegna haustannar þann 1. mars 2025.