BA í viðskiptalögfræði

BA nám í viðskiptalögfræði er einstakt 180 ECTS eininga nám sem sameinar tvö mikilvæg svið, lögfræði og viðskiptafræði, og veitir nemendum sterkan grunn fyrir fjölbreytt og krefjandi störf í atvinnulífinu.

 Nám sem opnar fjölmörg tækifæri

  • Námið er fjölbreytt og áhugavert þar sem það sameinar lögfræði og viðskiptafræði, sem opnar á fjölmörg tækifæri á vinnumarkaði og fyrir frekara nám.

  • Viðskiptalögfræðinámið býður upp á tækifæri til nýsköpunar, þar sem það þjálfar skapandi hugsun um samfélagsmál, nýsköpun og tækninýjungar.

  • Námið opnar dyr að fjölbreyttum starfsmöguleikum, og útskrifaðir nemendur frá Bifröst starfa víðs vegar þar sem reynir á samspil laga og viðskiptaþekkingar, auk þess sem námið opnar á möguleika á frekara námi á meistarastigi.

Námið er að mestu stundað í fjarnámi sem býður upp á margvíslegan sveigjanleika fyrir nemandann sjálfan.  Eftir útskrift frá Háskólanum á Bifröst hefur þú tækifæri til að stunda fjölmörg spennandi störf á sviði viðskipta og laga. 

Fagstjóri námsins er Unnar Steinn Bjarndal

  • Lærðu heima

    Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi, sem gerir þér kleift að vera í námi á þínum forsendum í stafrænu námsumhverfi. Stafrænt fjarnám er þannig frábær valkostur fyrir fólk sem hentar að vera í sveigjanlegu háskólanámi, vegna vinnu með námi eða af einhverjum allt öðrum ástæðum. Samhliða þessu leggur skólinn einnig áherslu á búa til samfélag nemenda og í því tilliti sinna nemendur hópverkefnum og koma saman í staðalotum þar sem nemendur búa til tengsl við samnemendur sína og kennara. 

    Nánar um námið á Bifröst

  • Inntökuskilyrði

    Til að geta innritast í námið þurfa nemendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun.

  • Fyrirkomulag námsins

    Grunngráða í Viðskiptalögfræði er 2,5 árs nám sem kennt er yfir sjö annir, heildar einingafjöldi er 180 ECTS eða 80 ECTS á hverju skólaári. Þar af eru 130 einingar í lögfræði. Í fyrstu er lögð áhersla á kennslu í undirstöðuatriðum viðskiptalögfræði en á seinni stigum námsins er leitast við að dýpka skilning og þekkingu nemenda. Á síðasta námsári fá nemendur að velja námskeið og skila 12 ECTS lokaritgerð sem unnin er undir handleiðslu leiðbeinanda.

  • Nám við Bifröst

    Við Háskólann á Bifröst er áhersla lögð á persónulega þjónustu til nemenda. Ánægjukannanir sýna að mikill meirihluti nemenda er afar ánægður með námið og samskipti við kennara og starfsfólk.

    Hverri önn við Háskólann á Bifröst er skipt upp í tvær lotur. Verkefnavinna er stór þáttur í námsmati háskólans og vinna nemendur að verkefnum jafnt og þétt yfir lotur skólaársins.

    Sjö vikur eru í hvorri lotu og ein staðlota, þar sem nemendur hitta kennara og samnemendur og taka þátt í umræðum og hópverkefnum. 

  • Umsóknarfrestur

    Ekki er tekið við umsókum fyrir vorönn 2025. Umsóknarfrestur vegna náms á haustönn 2025 er til 5. júní.

    Opnað verður fyrir umsóknir vegna haustannar þann 1. mars 2025.

    Sækja um