Fyrirvari um áreiðanleika
Áreiðanleiki upplýsinga
Upplýsingar á vefjum Háskólans á Bifröst eru í stöðugri endurskoðun og getur innihald á vefsíðum tekið fyrirvararlausum breytingum samfara efnisuppfærslum. Enda þótt Háskólinn á Bifröst leitist með því móti við miðla réttum upplýsingum á hverjum tíma, ábyrgist háskólinn ekki áreiðanleika birtra upplýsinga á vef hans.
Tölvuöryggi
Háskólinn á Bifröst leitast af fremsta megni við tryggja að upplýsingatæknilegir innviðir háskólans séu ávallt lausir við tölvuveirur. Háskólinn á Bifröst getur þó ekki ábyrgst tjón sem möguleg veitusmit kunna að valda þeim sem nýta upplýsingatæknilegar lausnir á vegum háskólans.
Afritun efnis til eigin nota
Heimilt er að hala niður, deila, vísa í, gera athugasemdir við eða prenta út upplýsingar af ytri vef Háskólans á Bifröst ef um efnisnotkun er að ræða til eigin nota.
Afritun efnis í hagnaðarskyni
Óheimilt er að taka efni af vefjum Háskólans á Bifröst og dreifa því eða nota með öðrum hætti í hagnaðarskyni, þ.m.t. texti, myndir, hljóðskrár og myndbönd, án skriflegrar heimildar frá Háskólanum á Bifröst. Vefnotendur ættu að ganga út frá því sem reglu, að allt efni sé réttindavarið, nema annað sé sérstaklega tekið fram og öll notkun því óheimil nema að fenginni skriflegri heimild, eins og hér hefur verið lýst að framan.
Rannsóknir og fræðiefni
Skoðanir sem koma fram á vefjum Háskólans á Bifröst geta verið annarra en Háskólans á Bifröst og eru því ekki lýsandi fyrir skoðanir eða viðhorf háskólans sem stofnunar.
Vörumerki
Merki, nafn og grafísk hönnun á vefjum Háskólans á Bifröst er hluti af vörumerki háskólans og eru í eigu hans. Óheimilt er að nota, afrita, fjölfalda eða dreifa vörumerki háskólans eða hlutum þess nema með skriflegri heimild háskólans. Önnur vörumerki eða þjónustumerkingar sem fram koma á vefjum Háskólans á Bifröst eru í eigu viðkomandi aðila.