MA í samskiptastjórnun 

Almannatengsl, fjölmiðlun og stjórn upplýsinga í atvinnulífi 

Nýtt MA-nám í samskiptastjórnun hefst haustið 2025 og veitir einstakt tækifæri til að hasla sér völl á einu áhugaverðasta sviði samtímans – stjórnun samskipta fyrirtækja, stofnana og annarra skipulagsheilda. Námið býður upp á dýpri innsýn í þetta sívaxandi fag og þjálfar nemendur í að verða leiðandi á sviði samskiptastjórnunar.  

  • MA gráða er 90 eininga nám á meistarastigi: Námskeið (60 ECTS) og raunhæft ráðgjafaverkefni (30 ECTS). 

Meistaranám í samskiptastjórnun veitir færni til að þróa og stýra árangursríkum samskiptum í viðskiptum, fjölmiðlum, almannatengslum og hverskonar stjórnun. Námið tengir saman þessa lykilþætti og leggur áherslu á greiningu upplýsinga, þróun markvissra samskiptaaðferða og stjórn samskipta í flóknu rekstrarumhverfi nútímans.

Kjarni samskiptastjórnunar felst í því að hlúa að samböndum við hagaðila og mæta væntingum þeirra. Í náminu er lögð áhersla á að móta skýra og stefnumótandi samskiptaáætlanir sem styðja við ímynd og árangur skipulagsheilda.

Námið undirbýr nemendur fyrir fjölbreytt störf í einkageiranum og opinberri stjórnsýslu, jafnt innanlands sem á alþjóðavettvangi. Þetta er framsækið nám fyrir þá sem vilja sérhæfa sig í faglegri miðlun og samskiptastjórnun í síbreytilegu samfélagi.

Meistaranám í samskiptastjórnun getur verið ákjósanlegt framhald af margvíslegu grunnnámi, svo sem í miðlun og almannatengslum.

Fagstjóri námslínunnar er Dr. Eiríkur Bergmann.


  • Einstakt nám

    Nýtt MA-nám í samskiptastjórnun hefst haustið 2025 og veitir einstakt tækifæri til að hasla sér völl á einu áhugaverðasta sviði samtímans – stjórnun samskipta fyrirtækja, stofnana og annarra skipulagsheilda. Námið býður upp á dýpri innsýn í þetta sívaxandi fag og þjálfar nemendur í að verða leiðandi á sviði samskiptastjórnunar.  

    Í þessu framsækna og þverfaglega námi er lögð áhersla á að skilja flókið samband fjölmiðlunar, viðskipta, stjórnunar og almannatengsla. Kjarni námsins felst í því að byggja upp traust samskipti, hlúa að samböndum við hagaðila og mæta væntingum þeirra í síbreytilegu upplýsingaumhverfi. Þú munt öðlast hæfileikann til að greina upplýsingar, útfæra áhrifaríkar samskiptaaðferðir og stjórna samskiptum í krefjandi rekstrarumhverfi. 

  • Nýstárlegt lokaverkefni

    Lokaverkefni í samskiptastjórnun er hagnýtt ráðgjafaverkefni sem byggir á raunverulegum áskorunum úr atvinnulífinu. Verkefnið er lagt fyrir af sérstökum panel skipuðum kennurum, starfandi samskiptastjórum og ráðgjöfum í almannatengslum. Nemendum, hvort sem þeir vinna sem einstaklingar eða í teymum, er sett fyrir krefjandi samskiptaáskorun sem byggir á tilbúnu en raunhæfu dæmi úr starfsemi fyrirtækja, stofnana eða félagasamtaka. Þeir fá afmarkaðan tíma til að þróa og skila vandaðri áætlun um stjórnun samskipta sem svarar þeirri áskorun sem lögð er fyrir. 

    Í verkefninu reynir á: 

    • Fræðilega færni: Hæfni til að byggja á kenningum og rannsóknum á sviði samskiptastjórnunar og almannatengsla. 
    • Tæknilega útfærslu: Getu til að útfæra praktískar og framkvæmanlegar áætlanir í samræmi við bestu starfsvenjur og nýjustu tækni í faginu. 
    • Skapandi hugsun: Hæfni til að finna nýstárlegar og árangursríkar lausnir við flóknum samskiptaáskorunum. 

    Verkefnið býður nemendum upp á einstakt tækifæri til að tengja saman fræðilega þekkingu og raunverulegar aðstæður í starfsemi samskiptastjóra. Niðurstöður verkefnisins verða að vera bæði hagnýtar og fræðilega ígrundaðar, og geta nýst sem raunveruleg lausn í starfsemi þeirra sem takast á við svipaðar áskoranir í atvinnulífinu. Með þessu verkefni öðlast nemendur dýrmæta reynslu sem undirbýr þá fyrir fagleg störf í samskiptastjórnun, ásamt því að styrkja færni þeirra í að vinna undir tímapressu, taka upplýstar ákvarðanir og kynna lausnir á skýran og sannfærandi hátt.

  • Lærðu heima

    Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi, sem gerir þér kleift að vera í námi á þínum forsendum. Áhersla er lögð á einstaklingsbundna nálgun og námsumhverfi er stafrænt og sveigjanlegt. Stafrænt fjarnám er þannig frábær valkostur fyrir fólk sem hentar að vera í sveigjanlegu háskólanámi, vegna vinnu með námi eða af einhverjum allt öðrum ástæðum. 

    Nánar um námið við Háskólann á Bifröst

  • Inntökuskilyrði

    Inntökuskilyrði í meistaranámið er grunngráða háskólanáms (t.d. BS, BA, B.Ed eða BFA) eða menntun og reynsla sem telja má sambærilega við grunngráðu í háskóla, sem að jafnaði hefur verið lokið með 7,25 í einkunn eða jafngildi þess. Þeir sem ljúka námi fá MA gráðu í samskiptastjórnun sem jafngildir meistaraprófi (stig 2.2) samkvæmt viðmiðum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um æðri menntun og prófgráður 2011.

    Forgangsröðun við inntöku nemenda ræðst af einkunnum. 

  • Umsóknarfrestur

    Opið er fyrir umsóknir vegna skólaársins 2025 - 2026. Umsóknarfrestur er til og með 5. júní.

    Sækja um