Undirbúningur fyrir nám á háskólastigi

Markmið náms í háskólagátt er að veita fólki tækifæri til að sækja sér öflugan undirbúning fyrir nám á háskólastigi. Námið er sniðið fyrir að þeim sem ekki uppfylla aðgangsviðmið í háskóla eða vilja styrkja undirbúning sinn áður en þeir hefja háskólanám.  Að loknu námi við háskólagátt geta nemendur hafið grunnám við allar deildir Háskólans á Bifröst. Námið er 70 framhaldsskólaeiningar og er fullt nám í eitt ár. Einnig er hægt að skrá sig í Háskólagátt með vinnu og dreifa þá náminu á lengri tíma. 

Nám við háskólagátt er stafrænt fjarnám og hentar vel samhliða vinnu.

Í Háskólagátt eru kenndar kjarnagreinar framhaldsskólastigsins: íslenska, stærðfræði og enska auk sérhæfðari námskeiða sem undirbúa nemendur fyrir grunnnám Háskólans á Bifröst, virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og áframhaldandi líf og störf.

Námskrá Háskólagáttar miðar við að nemendur hefji nám á haustönn. Innritun fer einnig fram á vorönn, en nemendur sem hefja nám á vorönn geta ekki tekið fullt nám þar sem fyrstu námskeið í stærðfræði og íslensku eru kennd á haustönn. 

  • Umsóknarfrestur

    Ekki er tekið við umsókum fyrir vorönn 2025. Umsóknarfrestur vegna náms á haustönn 2025 er til 5. júní.

    Opnað verður fyrir umsóknir vegna haustannar þann 1. mars 2025.

    Sækja um

  • Aðgangsviðmið

    Nám í háskólagátt er ætlað fullorðnum nemendum. Þeir sem uppfylla eitthvert af eftirfarandi geta sótt um nám í háskólagátt:

    • Hafa lokið námi til starfsréttinda eða öðru námi af hæfniþrepi 2 eða hærra
    • Hafa lokið Menntastoðum og hafa auk þess a.m.k. 2.-3. ára reynslu á vinnumarkaði
    • Hafa lokið a.m.k. 100 einingum í framhaldsskóla (60 einingum í eldra kerfi)

    Leggi umsækjandi fram gilt raunfærnimat tekur skólinn mið af því við meðhöndlun umsóknar.

    Nám í háskólagátt er lánshæft hjá Menntasjóði Námsmanna. sjá nánar á www.menntasjodur.is

  • Skráningargjöld

    Nemendur í háskólagátt greiða kr. 75.000 í skráningargjald fyrir skólaárið 2024-2025.

    Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna náms og námskeiða. Kannaðu málið hjá stéttarfélaginu þínu.

  • Réttindi að námi loknu

    Nemandi sem lýkur námi við háskólagátt með fullnægjandi árangri uppfyllir aðgangsviðmið í grunnnám allra deilda við Háskólann á Bifröst. Aðrir háskólar setja sín eigin aðgangsviðmið og nemendur sem stefna á nám við aðra háskóla eru hvattir til að kanna vel aðgangsviðmið þess skóla áður en þeir sækja um nám við háskólagátt.

  • Hentugt námsfyrirkomulag

    Nám í háskólagátt er kennt í fjarnámi, en nemendur koma á tvær staðlotur á skólaárinu auk þess sem þeir mæta á nýnemdadaga við upphaf námsins.

    Hver önn skiptist í tvær sex vikna lotur, svo hvert fimm eininga námskeið er kennt á sex vikum auk einnar námsmatsviku. Til viðbótar er kennd upplýsingatækni í tveggja vikna forlotu við upphaf náms á haustönn. Upplýsingar um námslotur og staðlotur má finna í dagskrá skólaársins.

    Í háskólagátt er notast við vendikennslu sem felur í sér að nemendur fá fyrirlestra á rafrænu formi og sækja síðan umræðu- og verkefnatíma með kennurum. Gert er ráð fyrir að nemendur taki virkan þátt í samræðum í verkefna- og umræðutímum. 

  • Skipulag náms

    Skyldunámskeið eru 65 einingar. 5 einingar eru valnámskeið, en nemendur taka eitt af þremur valnámskeiðum.

    Hér má sjá uppbyggingu náms við Háskólagátt 2024-2025. Áfangalýsingar eru í kennsluskrá á heimasíðu Háskólans á Bifröst

    Haustönn

     

     

    Forlota (tvær vikur)

    Einingar

    Hæfniþrep

    Leiðin mín í lífinu 1 (allt misserið)

    1

    2

    Upplýsingatækni

    3

    1

    Lota 1

     

     

    Stærðfræði: Algebra, rúmfræði, föll og hlutföll

    5

    2

    Íslenska: Málnotkun og ritun

    5

    2

    Skapandi og gagnrýnin hugsun

    5

    3

    Lota 2

     

     

    Stærðfræði: Föll, veldi, deildarreikningur, lógaritmar, runur og raðir

    5

    2

    English: Literature, grammar and expression (B2)

    5

    2

    Landið mitt Ísland

    5

    3

     

     

     

     

     

    Vorönn

     

     

    Lota 1

    Einingar

    Hæfniþrep

    Leiðin mín í lífinu 2 (allt misserið)

    1

    2

    Stærðfræði: Föll, markgildi, deilda- og heildareikningur

    5

    3

    English: Vocabulary and composition (B2)

    5

    3

    Íslenska: Bókmenntir fyrri alda

    5

    3

    Samfélagsspegill

    5

    3

    Lota 2

     

     

    Íslenska: Bokmenntir seinni alda

    5

    3

    Tölfræði

    5

    2

    Accounting and Financial Literacy (val*)

    5

    3

    Academic English (val*)

    5

    3

    Stofnun og rekstur fyrirtækja (val*)

    5

    3

     

     

    * Nemandi þarf að ljúka einu af þremur valnámskeiðum