Handbók um nám og kennslu
Handbók um nám og kennslu er upplýsingarit fyrir nemendur og kennara þar sem fjallað er með aðgengilegum hætti um kennslustefnu og náms- og þjónustustefnu Háskólans á Bifröst, ásamt réttindum og skyldum annars vegar nemenda og hins vegar kennara.
Einnig er í handbókinni fjallað um þær reglur sem eru í gildi um nám og kennslu, lokapróf og ritstuld, auk þess sem reglur áfrýjunarnefndar Háskólans á Bifröst eru tíundaðar. Þá eru gefnar leiðbeiningar um ritun lokaritgerða bæði í grunnnámi og meistaranámi. Þá er sagt frá þeim viðmiðum sem hvatningar- og útskriftarverðlaun Háskólans á Bifröst styðjast við (Bifrastarlistinn).
Handbók um nám og kennslu er hluti af gæðastjórnunarkerfi Háskólans á Bifröst.