Rannsóknir og útgáfa á félagsvísindasviði
Rannsóknir í félagsvísindum leiðir öflugur og fjölbreyttur hópur rannsakenda við Háskólann á Bifröst. Rannsóknirnar spanna því breitt svið, allt frá áfallastjórnun og menningarstjórnun, til fræðasviða á borð skapandi greinar, stjórnmál og stjórnmálasálfræði, kynjajafnrétti og rannsóknir sem tengjast upplýsingaóreiðu og popúlisma, svo dæmi séu tekin.
Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor, var ráðinn deildarforseti við félagsvísindadeild árið 2022. Að henni meðtalinni starfa átta doktorar við kennslu og rannsóknir á fræðasviði deildarinnar: dr. Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, dr. Bergsveinn Þórsson, dr. Bjarki Þór Grönfeldt, dr. Eiríkur Bergmann, dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon, dr. Njörður Sigurjónsson og dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir.
Félagsvísindadeild er aðili að IN SITU, umfangsmiklu Evrópuverkefni á sviði menningarrannsókna í dreifbýli. Verkefnisstjóri er Erna Kaaber en verkefnið leiðir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina. Árið 2021 kom hún á fót upp diplómu- og grunnnámslínum í skapandi greinum við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst og hefur síðan leitt brautryðjandi starf í samvinnu við aðrar mennta- og rannsóknastofnanir í þágu rannsókna innan skapandi atvinnugreina, sem farið hafa ört vaxandi á síðustu árum.
Rannsóknasetur skapandi greina var stofnað haustið 2023 og vistað við Háskólann á Bifröst. Framkvæmdastjóri þess er Erna Rún Guðmundsdóttir. Setrið er í eigu Háskólans á Bifröst, Háskólans á Akureyri, Listaháskóla Íslands, Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. Háskólinn á Bifröst heldur utan um starfsemi setursins sem er fjármagnað með framlagi frá menningar- og viðskiptaráðuneyti og háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðuneyti.
Rannsóknasetur í menningarstjórnun var sett á fót árið 2007 af Háskólanum á Bifröst, Íslensku óperunni og Félagi íslenskra hljómlistarmanna. Dr. Njörður Sigurósson og dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir veita setrinu forstöðu.