Diplóma í opinberri stjórnsýslu

Diplómanám í opinberri stjórnsýslu er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst og Fræðslusetursins starfsmenntar. Námið er 60 ECTS eininga grunnnám, sem fléttar saman þrjár höfuðgreinar þeirra sem fást við rekstur þjóðarbúsins; lögfræði, stjórnmálafræði og viðskiptafræði. Nemendur kynnast lagaumhverfi hins opinbera, öðlast skilning á pólitísku gangverki ríkisvaldsins og fá hagnýta þjálfun í margvíslegri rekstrarfærni. Allt eru þetta þættir sem nýtast starfsfólki hins opinbera til þess að dýpka skilning sinn á samhengi opinbers reksturs og öðlast nauðsynlega innsýn í stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga.

Námið samanstendur af námskeiðum á sviði opinberrar stjórnsýslu og þeirrar aðferðafræði sem nemendur þurfa að kunna tök á; námskeiðum í lögfræði sem koma inn á stjórnsýslurétt, stjórnskipunarrétt, upplýsingalög og lög um persónuvernd; námskeiðum í viðskiptafræði í tengslum við vinnurétt, mannauðsstjórnun og verkefnastjórnun og síðan grunnnámskeið í stjórnmálafræði og siðfræði. Námið er tilvalið fyrir einstaklinga sem starfa nú þegar eða hafa áhuga á að starfa hjá opinberum stofnunum og innan opinberrar stjórnsýslu, bæði hjá ríki og sveitarfélögum eða á vettvangi stjórnmála, þar með talið innan stjórnmálaflokka.

Fagstjóri námslínunnar er Bergsveinn Þórsson


  • Lærðu heima

    Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi, sem gerir þér kleift að vera í námi við HB á þínum forsendum. Áhersla er lögð á einstaklingsbundna nálgun og námsumhverfi er stafrænt og sveigjanlegt. Stafrænt fjarnám er þannig frábær valkostur fyrir fólk sem hentar að vera í sveigjanlegu háskólanámi, vegna vinnu með námi eða af einhverjum allt öðrum ástæðum. Nánar um námið við Háskólann á Bifröst

  • Fyrirkomulag kennslunnar

    Við Háskólann á Bifröst er áhersla lögð á persónulega þjónustu til nemenda. Ánægjukannanir sýna að mikill meirihluti nemenda er afar ánægður með námið og samskipti við kennara og starfsfólk.

    Hverri önn við Háskólann á Bifröst er skipt upp í tvær lotur. Verkefnavinna er stór þáttur í námsmati háskólans og vinna nemendur að verkefnum jafnt og þétt yfir lotur skólaársins.

    Sjö vikur eru í hvorri lotu og ein staðlota, þar sem nemendur hitta kennara og samnemendur og taka þátt í umræðum og hópverkefnum. Önnur sérstaða í kennsluháttum Háskólans á Bifröst eru misserisverkefni eða missó, eins og verkefnin eru gjarnan nefnd. Missó tekur mið af á kennsluaðferð sem kallast lærdómsþróun (e. learning by developing) og miðar að því að auka hæfni nemenda fyrir vinnumarkað að námi loknu. Nánar um námið á Bifröst

  • Framvinda og námslok

    Grunnnám við Háskólann á Bifröst er 180 ECTS fjarnám og geta nemendur að verulegu leyti ráðið námshraða sínum.

    Jafnframt gefst kostur á því að ljúka flestu grunnnámi á tveimur og hálfu ári. Sumarönn er kennd við Háskólann á Bifröst og nemdur geta því lokið 80 ECTS einingum á ári í stað 60. Námskeiðum má þannig að mestu leyti ljúka á fyrstu tveimur námsárunum. Á þriðja ári gera nemendur svo lokaverkefni auk þess að ljúka einingum sem kunna að vera eftir vegna starfsþjálfunar eða valnámskeiða. 

  • Inntökuskilyrði

    Til að geta innritast í námið þurfa nemendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

    Forgangsröðun við inntöku nemenda ræðst af einkunnum.

  • Umsóknarfrestur

    Ekki er tekið við umsókum fyrir vorönn 2025. Umsóknarfrestur vegna náms á haustönn 2025 er til 5. júní.

    Opnað verður fyrir umsóknir vegna haustannar þann 1. mars 2025.

    Sækja um