Tölur úr könnunum

Tölur úr könnunum 2024

Allt að 76% nemenda við Háskólann á Bifröst halda fullri atvinnuþátttöku áfram samhliða námi, 16% til viðbótar eru í hlutastarfi. Sveigjanleiki í námi gerir að nemendur geta gefið sér lengri tíma til þess að útskrifast. Þegar litið er til 6 ára tímabil frá upphafi náms hafa 68% nemenda útskrifast frá sinni námsbraut og 3% eru ennþá í námi.

 

Árleg gæðakönnun 2024

  • 98% nemenda töldu auðvelt að sækja um nám við Háskólann á Bifröst.
  • 97% voru ánægð með Canvas sem kennsluforrit.
  • 94% núverandi nemenda myndu mæla með námi á Bifröst
  • 88% nemenda eru ánægð með gæðin, 91% í meistaranámi
  • 94% nemenda telja að Bifröst er framarlega í upplýsingatækni í kennslu
  • 97% nemenda treysta starfsmönnum skólans
  • 90% nemenda telja að skólinn uppfyllir væntingar þeirra
  • 93% nemenda eru með jákvæða heildarsýn á Háskólann á Bifröst 

18 mánaða könnun (nemendur sem útskrifuðust í júní 2022)

  • 59% nemenda búa á höfuðborgarsvæðinu og 41% nemenda bjuggu fyrir utan höfuðborgarsvæðið fyrir nám.  Þá var 41% nemenda með áframhaldandi búsetu utan höfuðborgarsvæðisins eftir útskrift.
  • 61% nemenda telja að nám á Bifröst hafi skilað þeim hærri launum
  • 53% nemenda fara að vinna hjá fyrirtækjum á almennum markaði eftir útskrift                   
  • 98% nemenda mæla með námi við skólann eftir útskrift 

Það sem nemendur telja vera helstu kostir þess að vera í námi við Háskólann á Bifröst

  1.  Fjarnám og yfirburða skipulag sem gerir fólki kleift að vera í námi
  2.  Sveigjanleiki
  3.  Verkefnanálgun
  4.  Persónulegur skóli
  5.  Lotukerfið, gott skipulag og góð gæði.                                  

 

Við framsetningu talnalegra niðurstaðna úr gæðakönnunum er stuðst við vigtaða upplýsingagjöf til að tryggja að sú mynd sem tölurnar gefa af almennri ánægju sé sem réttust og skýrust. Í þessu felst að svarendur sem merktu við „Ég veit ekki“ eru hafðir með í útreikningnum og er hlutfall þeirra er vigtað inn í niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.