Starfsnám
Nemendur geta sótt um starfsnám í stað valnámskeiðs. Starfsnámið er í öllum tilvikum ólaunað en nemendur fá 6 ECTS einingar fyrir 160 klst. vinnu. Starfsnáminu má sinna á 4-12 vikna tímabili í samráði við vinnustaðinn.
Starfsnám er valnámskeið í öllum deildum og námslínum í grunn- og meistaranámi skólans.
Skilyrði þess að komast í starfsnám er að nemandi hafi lokið 110 ECTS í grunnnámi eða 30 ECTS í meistaranámi og hafi fyrstu einkunn. Ákvörðun um hvort nemandi fái námsvist í starfsnámi byggist á námsárangri, hversu langt nemandi er kominn í námi og óskum samstarfsaðila skólans.
Í umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um hvenær óskað er eftir því að komast í starfsnám og á hvaða sviði eða vinnustað nemandinn hefur áhuga á að stunda Starfsnám. Ef nemandi hefur myndað tengsl við fyrirtæki sem hann vill stunda starfsnám hjá er það tilgreint í umsókninni undir - annað.
Umsókninni þarf að fylgja vönduð ferilskrá sem hægt er að senda áfram á fyrirtæki ef til þess þarf.
Skólinn getur ekki tryggt fyrirfram að pláss finnist fyrir alla sem sækja um starfsnám hverju sinni þar sem við treystum á samstarf fyrirtækja í þessum efnum.
Umsjónarmaður starfsnáms tekur á móti umsókninni og ber hana undir tengiliði deildanna við skólann. Þegar umsókn hefur verið samþykkt hefur umsjónarmaður samband við nemandann og viðkomandi fyrirtæki. Undirritað er samkomulag á milli fyrirtækis, nemandans og skólans.
Nemandi þarf að senda umsjónarmanni yfirlit yfir hvernig starfsnáminu verður háttað áður en það fer fram í samráði við fyrirtækið. Nemandinn heldur úti dagbók á meðan á starfsnáminu stendur sem hann skilar svo til umsjónarmanns að lokinni 160 klst. vinnu. Umsjónarmaður fær svo umsögn frá vinnustaðnum um nemandann. Nemandinn fær einkunnina staðið/fallið í ferilinn sinn.
Nemendur sækja um starfsnám hér
Frekari upplýsingar um starfsnám veitir umsjónarmaður starfsnáms á netfangið starfsnám hjá bifrost.is
Hér má finna viðmið við starfsnám í grunnnámi
Hér má finna viðmið við starfsnám í meistaranámi