Lagadeild

Lagadeild Háskólans á Bifröst býður upp á fjarnám í viðskiptalögfræði og lögfræði. Boðið er upp á BA gráðu í viðskiptalögfræði, sem fléttar saman kjarnagreinar lögfræðinnar og þær greinar viðskiptafræði sem tengjast rekstri og fjármálum. Háskólinn hefur boðið upp á nám í viðskiptalögfræði frá árinu 2001. Námsleiðin er þannig þvegfagleg sem gefur þér góðan grunn til að standast auknar kröfur atvinnulífsins um góða yfirsýn og dýpri skilning á úrlausnarefnum, hvort heldur á sviði lögfræði eða rekstrar.

Á meistarastigi eru þrjár námsleiðir í boði. ML meistaragráða í lögfræði hentar þeim nemendum sem lokið hafa BA gráðu í viðskiptalögfræði og vilja ljúka fullnaðarprófi í lögfræði.  Námsleiðin er einnig aðgengileg öllum þeim sem standast forkröfur skólans til að stunda meistaranám og hafa áhuga á að auka þekkingu sína í lögfræði. MBL og MA meistaragráða í viðskiptalögfræði er stjórnendamiðað nám, ætlað þeim sem lokið hafa grunnnámi í háskóla. 

Námið gefur hagnýta og fræðilega innsýn í þær greinar lögfræðinnar sem helst reynir á í rekstri fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka.

Námsbrautir lagadeildar í bæði grunn- og meistaranámi miða því að miðla kunnáttu og víðtækri fræðilegri þekkingu sem nýtist í margvíslegum störfum á síbreytilegum vinnumarkaði, auk þess að búa nemendur undir virka og gagnrýna þátttöku í samfélaginu.

Nemendum í grunn- og meistaranámi gefst kostur á sækja um starfsnám hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. Kennarar við deildina eru reyndir á sínu sviði/sérsviði og jafnframt taka akademískir starfsmenn við deildina virkan þátt í faglegri umræðu, hver á sínu fræðasviði. Meistaranám í viðskiptalögfræði hefur öfluga tengingu við viðskiptalífið og kennarar standa framarlega hver á sínu sviði.

Grunnnám, meistaranám og örnám

Lögfræði

Meistaranám

Fjarnám við Bifröst

Kynntu þér hágæða fjarnám

Umsóknir

Flýtileið í umsóknargátt

Nánari upplýsingar veita:



Bjarni Már Magnússon
Forseti lagadeildar


Lísa Gunnarsdóttir 
Aðstoðarmaður deildarforseta


Fagstjórar lagadeildar

Haukur Logi KarlssonML í lögfræði
Elín H. JónsdóttirMA, MBL og örnám í lögfræði
Unnar Steinn BjarndalBS í viðskiptalögfræði