Lög og sjálfbærni
24 ECTS örnám
Löggjöf skapar sterka hvata sem geta haft bæði jákvæð og neikvæð samfélagsleg áhrif. Setning nýrra laga er meðal þeirra aðferða sem nú er beitt við að ná tökum á loftslagsvanda af manna völdum og annarri alvarlegri þróun á lífríki jarðar. Ný löggjöf getur þó stundum haft ófyrirséð hliðaráhrif og eldri löggjöf getur skapað hindranir sem koma í veg fyrir hraðar breytingar.
Í þessari námslínu er farið yfir mest aðkallandi sjálfbærnivandamál samtímans og hvernig löggjöf Evrópusambandsins sem nú er verið að innleiða hér á landi er ætlað að takast á við þau.
Námslínan hentar fyrir þau sem starfa í íslensku atvinnulífi, hvort heldur sem er hjá fyrirtækjum, stofnunum eða í þriðja geiranum og hafa áhuga á að auka skilning sinn á íslensku lagaumhverfi og öðlast hagnýta þekkingu á sviði sjálfbærni.
Fjöldi ECTS eininga og dreifing vinnuálags
Námið er samtals 24 ECTS einingar og samanstendur af fjórum námskeiðum sem eru 6 ECTS einingar hvert. Hvert námskeið er kennt í sjö vikna lotu í fjarnámi. Fjórar lotur sem dreifast á haust- og vorönn.
- Inngangur að lögfræði 1 – Lota 1 haustönn
- Sjálfbærni stjórnun – Lota 2 á haustönn
- Loftslagsréttur – Lota 1 vorönn
- Orkumálaréttur – Lota 2 vorönn
Fagstjóri námsins er Elín H. Jónsdóttir