MS-MMM í markaðsfræði
Meistaranám í markaðsfræði á Bifröst er hagnýtt meistaranám sem byggir á nánum tengslum við atvinnulífið. Nemendur vinna að fjölbreyttum raunverkefnum og fá undirbúning fyrir áskoranir í markaðsmálum samtímans. Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa við markaðsmál og hafa jafnvel þegar reynslu af markaðs- og sölumálum en vilja dýpka þekkingu sína á fjölbreyttri flóru markaðsfræðinnar. Boðið er upp á tvær leiðir, MS nám með 30 eininga meistararitgerð eða MMM gráðu án ritgerðar.
Fagstjóri námsins er Brynjar Þór Þorsteinsson.