Jafnréttisnefnd

Jafnréttisnefnd skipa 2024-2025:

  • Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, fulltrúi starfsmanna
  • Atli Þór Fanndal, fulltrúi stafsmanna
  • Hugrún Diljá Þorgeirsdóttir, fulltrúi nemenda

Jafnréttisnefnd Háskólans á Bifröst fylgist með framgangi jafnréttisáætlunar háskólans og gerir grein fyrir störfum sínum með skýrslu til rektors og háskólaráðs fyrir lok febrúar ár hvert. Skýrsla nefndarinnar skal gerð samhliða reglubundinni rýningu stjórnenda vegna jafnlaunavottunar.

Þá hefur nefndin umsjón af hálfu Háskólans á Bifröst með undirbúningi fyrir Jafnréttisdaga, skipar samráðsvettvang jafnréttisfulltrúa háskólanna og hefur frumkvæði að fræðslu um jafnréttismál innan háskólans.

Jafnréttisnefnd er kjörin af háskólaráði eftir tilnefningum og skulu þar sitja þrír aðilar, einn fulltrúi starfsfólks, einn fulltrúi nemenda og formaður, tilnefndur af rektor.

Jafnréttisáætlun skal endurskoðuð af jafnréttisnefnd að undangenginni umræðu í háskólaráði eigi síðar en þremur árum eftir gildistöku.

Nefndin fjallar ekki um mál einstakra starfsmanna, en starfsmenn og einingar geta leitað til nefndarinnar eftir ráðleggingum og sé eftir því óskað kemur hún erindum eftir atvikum í réttan farveg.

Nefndin fundar að jafnaði einu sinni í mánuði á skólaárinu.