Markmið náms í Háskólagátt er að veita fólki tækifæri til að sækja sér öflugan undirbúning fyrir nám á háskólastigi. Námið í Háskólagátt fyrir nemendur sem ekki hafa íslensku sem móðurmál er sniðið að þeim sem ekki uppfylla aðgangsviðmið í háskóla eða vilja styrkja undirbúning sinn áður en þeir hefja háskólanám og hafa ekki íslensku sem móðurmál. Að loknu námi við Háskólagátt geta nemendur hafið grunnám við allar deildir Háskólans á Bifröst.
Námið er 90 f-einingar sem jafngildir fullu námi í tvö ár. Dreifa má náminu á lengri tíma og þannig er mögulegt fyrir nemendur að taka námið með vinnu. Hluti námskeiða er kenndur á ensku, en önnur námskeið eru kennd á íslensku. Þau námskeið sem kennd eru á íslensku eru með sérstökum stuðningi fyrir nemendur með erlent móðurmál. Einnig taka nemendur námskeið í íslensku sem eru samtals 40 f-einingar í náminu og eru á stigi A2.1 – B1.2.
Umsjónarkona Háskólagáttar er Guðrún Rannveig Stefánsdóttir
Verkefnastjóri Háskólagáttar er Lára Lárusdóttir
-
Aðgangsviðmið
Nám í Háskólagátt er ætlað fullorðnum nemendum. Þeir sem uppfylla eitthvert af eftirfarandi geta sótt um nám í Háskólagátt:
- Færni í íslensku á stigi A1.2 samkvæmt Evrópska tungumálarammanum.
- Hafa lokið námi til starfsréttinda eða öðru námi af hæfniþrepi 2 eða hærra
- Hafa lokið Menntastoðum og hafa auk þess a.m.k. 2.-3. ára reynslu á vinnumarkaði
- Hafa lokið a.m.k. 100 einingum í framhaldsskóla (60 einingum í eldra kerfi)
Leggi umsækjandi fram gilt raunfærnimat tekur skólinn mið af því við meðhöndlun umsóknar.
Nám í Háskólagátt er lánshæft hjá Menntasjóði Námsmanna. sjá nánar á www.menntasjodur.is.
-
Getustig evrópska tungumálarammans
Stig A - grunnur að íslensku tungumáli Íslenska í hversdagslegum aðstæðum Orðaforði daglegs lífs – kveðjur, tölur, dagatalið (6 vikur)*
- Hlustun: Skilja einfaldar setningar um nafn, starf og búsetu
- Lestur: Einfaldar setningar um daglegt líf
- Ritun: Einfalt póstkort og eyðublöð
- Tal og samskipti: Kynna sig, segja frá starfi og búsetu
Orðaforði: Fjölskylda, staðir, samgöngur, hversdagslegir hlutir (6 vikur)
- Hlustun: Algengar setningar þegar fólk segir frá sér (fjölskyldu, búsetu) og talar hægt og skýrt
- Lestur: Skilja mjög einfalda texta og algeng orð og setningar, skilja auglýsingar með myndum, skilti og kveðjur
- Ritun: Geta skrifað einfaldar setningar um fjölskyldu, störf og búsetu
- Tal og samskipti: Geta sagt frá sjálfum sér, fjölskyldu og áhugasviðum, spurt frétta, verslað og lýst hlutum
Áhugamál, daglegt líf, nánasta umhverfi, verslun og þjónustaÁ (2 x 6 vikur)
- Orðaforði: Atburðir, verslun, þjónusta, frítími, daglegt líf
- Hlustun: Skilja stutt samtöl og meginatriði sjónvarpsfrétta og tilkynninga
- Lestur: Geta lesið stuttar fréttir, skýrar leiðbeiningar, stuttar hversdagslegar sögur og stutt bréf, tölvupósta og smáskilaboð
- Ritun: Geta skrifað stutta einfalda texta um sjálfan sig og aðra. Geta sent nákomnum einföld skilaboð um áætlanir.
- Tal og samskipti: Geta spurt og svarað um fréttir og líðan; lýst frístundum, liðnum viðburðum; gert áætanir með öðrum, nýtt þjónustustofnanir og flutt undirbúna kynningu um kunnulegt efni
Fréttir, stuttar frásagnir, samfélag, staðir, atubðurðir og áhugaverð efni (2 x 6 vikur)
- Orðaforði: Hversdagsleg, samfélagsleg (t.d. úr fréttum) og vinnutengd málefni. Staðir, reynsla, áhugasvið og frístundir.
- Hlustun: Skilja hversdagsleg samtöl, geta greint viðfangsefni umræðu og frétta
- Lestur: Geta lesið stutta texta um kunnuglegt efni, leiðbeiningar, upplýsingar um eiginleika vöru og þjónustu, geta lesið stutta pistla í dagblöðum og tímaritum, geta lesið stuttar einfaldar sögur
- Ritun: Geta skrifað stuttar lýsingar á athöfnum, atburðum og reynslu (t.d. lýsa ferðalagi)
- Tal og samskipti: Geta tekist á við flestar hversdagslegar aðstæður, geta tekið þátt í lengri samtölum, sagt frá námi og starfi, átt samskipti um áætlanir og liðna atburði, skipst á skoðunum, sagt frá sögum, veitt leiðbeiningar og flutt kynningu um valið efni.
Einföld áhugaverð viðfangsefni, stuttar skáldsögur og sjónvarpsefni. (2 x 6 vikur)*
- Orðaforði: Fréttir, atburðir líðandi stundar, orðaforði úr skáldsögum og sjónvarpsefni auk þess sem byrjað er að byggja upp sérhæfðan orðaforða tengdan vinnu, námi og áhugasviðum
- Hlustun: Skilja samtöl, sjónvarpsefni og kynningar um kunnuglegt efni. Skilja notkunarleiðbeiningar
- Lestur: Geta lesið texta um efni sem vekur faglegan eða persónulegan áhuga, geta lesið blaðagreinar og pistla, smásögur og styttri skáldsögur.
- Ritun: Geta skrifað stutta samhæfða texta um reynslu og viðburði. Geta skrifað stuttar vinnutengdar skýrslur, tölvupósta og formleg bréf.
Tal og samskipti: Geta sagt frá lesnum texta, lýst reynslu, sagt skoðanir sínar og rökstutt þær, flutt undirbúna kynningu og svarað spurningum um hana. Geta hafið, viðhaldið og lokið samtali. Geta óskað eftir þjónustu, t.d. gegnum síma.
* Nemendur á stigi B1.1 og ofar geta tekið námskeið úr Háskólagátt sem kennd eru á íslensku samhliða íslenskunámskeiðunum, sem styður enn frekar við aukna færni í íslensku
Nám, starf og menningartengt efni (2 eða 3 x 6 vikur)
- Orðaforði: Nám, starf, fagleg, menningartengd og huglæg efni
- Hlustun: Skilja lengri samtöl, geta fylgt eftir skýrum fyrirlestri á sviði sem er viðkomandi kunnugt, skilja sjónvarpsþætti um áhugaverð efni
- Lestur: Geta dregið ályktanir af textum sem fela í sér rökstuðning, geta lesið einfaldar skáldsögur, geta skilið aðalatriði í formlegum bréfum
- Ritun: Geta skrifað ítarlega lýsingu af reynslu, draumi eða ímynduðum atburði. Geta skrifað bréf og tölvupósta sem lýsa reynslu og skoðunum. Geta skrifað um fjölda viðfangsefna nógu vel til að að aðrir geti fylgt eftir sögu eða rökstuðningi. Geta borið saman ólík sjónarmið.
- Tal og samskipti: Geta tekið þátt í samræðum um kunnugleg efni og tjáð og rökrætt skoðanir, t.d. um menningarefni, geta átt löng símtöl við fólk sem viðkomandi þekkir, geta tekið saman og flutt kynningu með notkun fjölbreyttra heimilda.
Að loknu stigi B1.2 er miðað við að nemendur hafi undirbúning í íslensku tungumáli til að hefja háskólanám.
-
Skipulag náms
Nemendur taka hluta námskeiða á ensku og hluta á íslensku. Þegar þeir hafa náð færni í íslensku sem nemur stigi A2.2 á evrópska tungumálarammanum byrja þeir að taka námskeið í Háskólagátt sem kennd eru á íslensku.
Skyldunámskeið eru samtals 80 f-einingar. Nemendur taka þar af 10 f-einingar í ensku, en nemendur geta einnig tekið Academic English í vali sem er 5 f-einingar. Nemendur taka 10 f-einingar í bundið val. Uppbyggingu náms við Háskólagátt fyrir nemendur með erlent móðurmál og áfangalýsingar má sjá í Kennsluskrá á heimasíðu Háskólans á Bifröst.
Haustönn
Forlota (tvær vikur)
Einingar
Hæfniþrep
My Path in life (allt misserið)
1
2
Information technology
3
1
Lota 1
Icelandic culture
5
2
English as second language (bundið val)**
5
2
Stærðfræði: Algebra, rúmfræði, föll og hlutföll*
5
2
Skapandi og gagnrýnin hugsun*
5
3
Lota 2
Stærðfræði: Föll, veldi, deildarreikningur, lógaritmar, runur og raðir*
5
2
English: Literature, grammar and expression (B2)
5
2
Landið mitt Ísland*(val***)
5
3
Vorönn
Lota 1
Einingar
Hæfniþrep
Leiðin mín í lífinu 2 (allt misserið)*
1
2
Stærðfræði: Föll, markgildi, deilda- og heildareikningur*
5
3
English: Vocabulary and composition (B2)
5
3
Samfélagsspegill*
5
3
Lota 2
Tölfræði*
5
2
Accounting and Financial Literacy (val*)
5
3
Academic English (bundið val)**
5
3
Stofnun og rekstur fyrirtækja* (val***)
5
3
Tafla með uppröðun náms á tveimur árum (pdf) * Nemandi þarf að hafa staðist stöðumat fyrir stig A2.2 í íslensku til að taka námskeið kennd á íslensku
** Nemandi tekur að minnsta kosti þrjú námskeið í ensku. Hann tekur annað hvort English as second language eða Aademic English. Hann getur tekið fjórða námskeiðið í frjálsu vali
*** Nemandi tekur 15 einingar í frjálst val
-
Hentugt námsfyrirkomulag
Nám í Háskólagátt er kennt í fjarnámi, en nemendur koma á tvær staðlotur á skólaárinu auk þess sem þeir mæta á nýnemdadaga við upphaf námsins.
Hver önn skiptist í tvær sex vikna lotur, svo hvert fimm f-eininga námskeið er kennt á sex vikum auk einnar námsmatsviku. Íslensku námskeið eru tíu f-einingar og eru kennd í langri lotu. Til viðbótar er kennd upplýsingatækni í tveggja vikna forlotu við upphaf náms á haustönn. Upplýsingar um námslotur og staðlotur má finna í dagskrá skólaársins.
Í Háskólagátt er notast við vendikennslu sem felur í sér að nemendur fá fyrirlestra á rafrænu formi og sækja síðan umræðu- og verkefnatíma með kennurum. Gert er ráð fyrir að nemendur taki virkan þátt í samræðum í verkefna- og umræðutímum.
-
Skráningagjöld
Skráningargjöld
Nemendur í háskólagátt greiða kr. 75.000 í skráningargjald fyrir skólaárið 2024-2025.
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna náms og námskeiða. Kannaðu málið hjá stéttarfélaginu þínu.
-
Tækifæri til frekara náms
Nemandi sem lýkur námi við Háskólagátt með fullnægjandi árangri og hefur náð færni sem jafngildir stigi B1.2 í íslensku sem annað mál uppfyllir aðgangsviðmið í grunnnám allra deilda við Háskólann á Bifröst.
Aðrir háskólar setja sín eigin aðgangsviðmið og nemendur sem stefna á nám við aðra háskóla eru hvattir til að kanna vel aðgangsviðmið þess skóla áður en þeir sækja um nám við Háskólagátt. Eins eru nemendur eru hvattir til að bæta við sig námskeiði í B2 í Endurmenntun Háskólans á Bifröst ef þeir telja sig þurfa meiri undirbúning í Íslensku.
-
Umsóknarfrestur
Ekki er tekið við umsókum fyrir vorönn 2025. Umsóknarfrestur vegna náms á haustönn 2025 er til 5. júní.
Opnað verður fyrir umsóknir vegna haustannar þann 1. mars 2025.