MA í viðskiptalögfræði er 120 ECTS eininga nám með 30 ECTS eininga ritgerð. MBL námið er 90 ECTS eininga nám án ritgerðar.
Einstakt meistaranám á Íslandi
Meistaranám í viðskiptalögfræði er það eina sinnar tegundar á Íslandi. Námið er ætlað jafnt nemendum með bakgrunn í lögfræði og þeim sem lokið hafa háskólaprófi úr öðrum greinum. Meginmarkmið með náminu er að nemendur öðlist þekkingu á viðskiptalögfræði og færni til að nýta þekkingu sína í viðskiptalífinu.
Námið er hagnýtt og krefjandi og veitir nemendum góðan undirbúning til að takast á við krefjandi verkefni í atvinnulífinu. Námið er jafnframt lifandi og miðar að því að veita innsýn inn í síbreytilegt umhverfi viðskiptalífsins. Kennarar koma jafnt úr fræðasamfélaginu sem og úr atvinnulífinu sem skapar náminu og nemendum aukna vídd. Lestur fræðirita, umfjöllun um málefni líðandi stunda, samræður á milli nemenda og kennara auk raunhæfra verkefna gera námið að eftirsóknaverðum valkost. Nemendur eiga að námi loknu að hafa öðlast færni til þess að starfa þvert á viðskiptalífið í ýmsum störfum s.s. sérfræðistörfum, sem stjórnendur og sjálfstæðir ráðgjafar.
Fagstóri námsins er Elín H. Jónsdóttir
-
Inntökuskilyrði
Almennt er miðað við að umsækjandi hafi lokið grunngráðu úr háskóla með fyrstu einkunn (7,25).
Nemendur í meistaranámi í viðskiptalögfræði sem ekki hafa BA gráðu á sviði lögfræði þurfa að ljúka námskeiði í inngangi að lögfræði samhliða eða áður en meistaranám hefst.
-
Fyrirkomulag námsins
Námið er að mestu leyti kennt í fjarkennslu. Sé námið teki á fullum hraða, er hægt að ljúka því á þremur önnum. Fjarnám hentar sérstaklega fólki sem vill sækja sér framhaldsmenntun samhliða vinnu.
-
Lærðu heima
Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi, sem gerir þér kleift að vera í námi á þínum forsendum í stafrænu námsumhverfi. Stafrænt fjarnám er frábær valkostur fyrir fólk sem hentar að vera í sveigjanlegu háskólanámi, vegna vinnu með námi eða af einhverjum allt öðrum ástæðum. Samhliða þessu leggur skólinn einnig áherslu á búa til samfélag nemenda og í því tilliti sinna nemendur hópverkefnum og koma saman í staðlotum þar sem nemendur búa til tengsl við samnemendur sína og kennara.
-
Að námi loknu
Nemendur sem ljúka námi útskrifast með meistaragráðu í viðskiptalögfræði. Hafi nemandi áhuga á áframhaldandi námi á doktorsstigi er nauðsynlegt að velja að útskriftast frá MA línu námskeiðisins.
Athygli er vakin á því útskrifaðir nemendur úr viðskiptalögfræði öðlast ekki sjálfkrafa rétt til þess að sitja námskeið til að öðlast lögmannsréttindi.
Nemandi sem lýkur MBL námi getur sótt sér framhaldsmenntun á meistarastigi en ekki á doktorsstigi.
-
Umsóknarfrestur
Ekki er tekið við umsókum fyrir vorönn 2025. Umsóknarfrestur vegna náms á haustönn 2025 er til 5. júní.
Opnað verður fyrir umsóknir vegna haustannar þann 1. mars 2025.