Fyrirtækjalögfræði
18 ECTS eininga örnám
Í flóknu starfsumhverfi fyrirtækja er nokkur þekking á lögum orðin snar þáttur í störfum margra sérfræðinga og stjórnenda. Í þessari námsleið fá nemendur innsýn í grunnreglur lögfræðinnar og hagnýta þekkingu á reglum félagaréttar, þ.e. þær reglur sem eiga við um þau félagaform sem algengast er að fyrirtæki hér á landi séu rekin í, hf. og ehf.
Fjöldi eininga og dreifing vinnuálags
Námið er samtals 18 ECTS einingar og samanstendur af þremur námskeiðum sem eru 6 ECTS einingar hvert. Hvert námskeið er kennt í sjö vikna lotu í fjárnámi. Þrjár lotur sem dreifast á tvær annir.
- Inngangur að lögfræði – Lota 1 haustönn
- Almennur félagaréttur – Lota 1 vorönn
- Samrunar og yfirtökur – Lota 2 vorönn
Fagstjóri námsins er Elín H. Jónsdóttir