Örnám (e. micro credentials) eru stuttar námslínur á háskólastigi. Sérstaða örnáms er sú, að námið er metið á grunni ECTS eininga og lýtur því öllum þeim gæðakröfum sem gerðar eru til náms á háskólastigi hvað færni og þekkingu varðar. Þá er örnám kennt í fjarnámi við Háskólann á Bifröst og hentar því afar vel meðfram vinnu, öðru námi o.fl. Þá má meta örnám til styttingar grunn- eða meistaranáms eða til inntöku í nám á meistarastigi.
Örnám hefur vaxið hratt í Evrópu á undanförnum árum, ekki síst vegna krafna atvinnulífs og einstaklinga um hæfniþróun og möguleika á endurmenntun í formi styttri námleiða. Þessi þróun er jafnframt í takti við kröfur um aukinn sveigjanleika í námi og bætta möguleika fyrir fólk sem langar að spreyta sig á nýju háskólanámi eða uppfyllir ekki skilyrði til menntunar á háskólastigi.
Áætlað er að í náinni framtíð muni allt að helmingur núverandi starfa í atvinnulífinu breytast umtalsvert eða jafnvel hverfa. Um 65% af nemendum sem eru í grunnskólum nú munu í framtíðinni sinna störfum sem enn eru ekki orðin til. Til marks um hraðar breytingar á vinnumarkaði má sjá spár um að rúmlega þriðjungur þeirrar færni sem eftirspurn er nú eftir, verði lítil sem engin þörf fyrir eftir aðeins þrjú ár.
Við Háskólinn á Bifröst eru tvær örnámsleiðir í boði. Enn fleiri eru í undirbúningi.