Lögfræði fjármálamarkaða

18 ECTS eininga örnám

Í flóknu starfsumhverfi fjármálafyrirtækja er þekking á lögum orðin snar þáttur í störfum margra sérfræðinga og stjórnenda. Í þessari námsleið fá nemendur innsýn í grunnreglur lögfræðinnar og hagnýta þekkingu á reglum fjármálamarkaðsréttar, þ.á.m. þær reglur sem setja fjármálamarkaðnum umgjörð og fjalla um stofnanauppbyggingu kerfisins sem og reglur verðbréfamarkaðar. 

Fjöldi eininga og dreifing vinnuálags

Námið er samtals 18 ECTS einingar og samanstendur af þremur námskeiðum sem eru 6 ECTS einingar hvert. Hvert námskeið er kennt í sjö vikna lotu í fjárnámi. Þrjár lotur sem dreifast á tvær annir.

  • Inngangur að lögfræði     – Lota 1 haustönn
  • Fjármálamarkaðsréttur 1 – Lota 1 vorönn
  • Fjármálamarkaðsréttur 2 – Lota 2 vorönn

Fagstjóri námsins er Elín H. Jónsdóttir

  • Aðgangsviðmið

    Gerð er krafa um að umsækjandi hafi lokið grunnháskólagráðu (bakkalár), sem að jafnaði hefur verið lokið með fyrstu einkunn (7,25 eða hærra) eða jafngildi þess.

    Umsækjendur sem hafa grunngráðu í lögfræði þurfa ekki að taka Inngang að lögfræði til þess að skrá sig í þetta örnám.

  • Hæfnis- og lærdómsviðmið

    Nemandi hafi öðlast þjálfun í fræðilegum og hagnýtum þáttum sem snúa að úrlausn lögfræðilegra álitaefna í tengslum við sjálfbærni. Þekki og skilji alla helstu þætti er viðkoma sjálfbærni fyrir fyrirtæki, stofnanir eða þriðja aðila á lagaeglum grundvelli.

     Nemandi öðlast getu og hæfni til þess að afla og greina viðeigandi gögn og heimildir og rökstyðja lögfræðilega niðurstöðu. Auk þess að geta rökrætt og tjáð sig um lagaleg úrlausnarefni á faglegan máta ásamt því að að geta tekið sjálfstæðar, faglegar ákvarðanir og rökstutt þær á lögfræðilegum grunni.

  • Námsmat

    Áhersla er á verkefnadrifið námsmat þar sem nemendur vinna m.a. raunhæf verkefni, spurningakannanir, ritgerðir og munnlegt eða skrifleg próf auk þess að taka þátt í umræðum.

  • Að námi loknu

    Nemandi sem lýkur námsleið í örnámi fær staðfestingu á námslokum með upplýsingum um fjölda ECTS eininga. Hann fær einnig námsferilsyfirlit með upplýsingum um skipulagningu örnámsins.

    Námskeið í örnámi leiða ekki að prófgráðu.

    Nemandi sem lýkur stökum námskeiðum í örnámi til ECTS eininga, en ekki fullri námsleið fær námsferilsyfirlit yfir lokin námskeið.

    Nemandi sem lýkur ekki ECTS einingum fær ekki staðfestingu á námslokum, en þeir geta fengið staðfestingu á skráningu.

    Einingum sem lokið er í þessari námslínu geta nýst til MBL gráðu í viðskiptalögfræði að teknu tilliti til reglna háskólans um mat á fyrra námi.

  • Umsóknarfrestur

    Ekki er tekið við umsókum fyrir vorönn 2025. Umsóknarfrestur vegna náms á haustönn 2025 er til 5. júní.

    Opnað verður fyrir umsóknir vegna haustannar þann 1. mars 2025.

    Sækja um