Lögfræði fjármálamarkaða
18 ECTS eininga örnám
Í flóknu starfsumhverfi fjármálafyrirtækja er þekking á lögum orðin snar þáttur í störfum margra sérfræðinga og stjórnenda. Í þessari námsleið fá nemendur innsýn í grunnreglur lögfræðinnar og hagnýta þekkingu á reglum fjármálamarkaðsréttar, þ.á.m. þær reglur sem setja fjármálamarkaðnum umgjörð og fjalla um stofnanauppbyggingu kerfisins sem og reglur verðbréfamarkaðar.
Fjöldi eininga og dreifing vinnuálags
Námið er samtals 18 ECTS einingar og samanstendur af þremur námskeiðum sem eru 6 ECTS einingar hvert. Hvert námskeið er kennt í sjö vikna lotu í fjárnámi. Þrjár lotur sem dreifast á tvær annir.
- Inngangur að lögfræði – Lota 1 haustönn
- Fjármálamarkaðsréttur 1 – Lota 1 vorönn
- Fjármálamarkaðsréttur 2 – Lota 2 vorönn
Fagstjóri námsins er Elín H. Jónsdóttir