ML í lögfræði

Meistaranám í lögfræði (ML) er 120 ECTS eininga nám sem lýkur með 30 ECTS eininga meistararitgerð. ML nám veitir trausta, fræðilega þekkingu á sviði lögfræði og undirbýr nemendur fyrir fjöbreytt lögfræðistörf.
Námið er sérstaklega hugsað fyrir þau sem stefna á hefðbundin lögfræðistörf eða lögmennsku.

Lögfræðingar gegna mikilvægum störfum hjá fyrirtækjum, stofnunum og hinu opinbera auk þess að geta starfað sem sjálfstæðir ráðgjafar.

Nemandi með grunngráðu í lögfræði, sem lýkur ML námi öðlast fullnaðarpróf í lögfræði og getur í framhaldinu aflað sér málflutningsréttinda. Jafnfram getur nemandi sem lýkur ML gráðu sótt sér famhaldsmenntun á doktorsstigi.

Fagstjóri námsins er Haukur Logi Karlsson


  • Inntökuskilyrði

    Miðað er við að umsækjandi hafi lokið grunngráðu í lögfræði með fyrstu einkunn (7,25).

    Forgangsröðun við inntöku nemenda ræðst af einkunnum. 

    Gerð er krafa um færni í íslensku á stigi C 1.2.

  • Lærðu heima

    Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi, sem gerir þér kleift að vera í námi á þínum forsendum í stafrænu námsumhverfi. Stafrænt fjarnám er frábær valkostur fyrir fólk sem hentar að vera í sveigjanlegu háskólanámi, vegna vinnu með námi eða af einhverjum allt öðrum ástæðum. Samhliða þessu leggur skólinn einnig áherslu á búa til samfélag nemenda og í því tilliti sinna nemendur hópverkefnum og koma saman í staðlotum þar sem nemendur búa til tengsl við samnemendur sína og kennara. 

    Nánar um fjarnám við Háskólann á Bifröst.

  • Fyrirkomulag námsins

    Námið er að mestu leyti kennt í fjarkennslu. Sé námið teki á fullum hraða, er hægt að ljúka því á þremur önnum. Fjarnám hentar sérstaklega fólki sem vill sækja sér framhaldsmenntun samhliða vinnu.

  • Að námi loknu

    Nemandi með grunngráðu í lögfræði sem lýkur ML meistaranámi öðlast fullnaðarpróf í lögfræði sem felur meðal annars í sér að viðkomandi getur aflað sér lögmannsréttinda í famhaldinu.

    Nemandi sem lýkur ML gráðu getur jafnfram sótt sér framhaldsmenntun á dokstorsstigi.

  • Umsóknarfrestur

    Opið er fyrir umsóknir vegna skólaársins 2025 - 2026. Umsóknarfrestur er til og með 5. júní.

    Sækja um