Diplómanám í áfallastjórnun er 60 ECTS meistaranám sem er skipulagt yfir tvær annir. Nemendur geta í framhaldinu bætt við sig 30 ECTS til meistaragráðu, MA eða MCM í áfallastjórnun við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst.
Áfallastjórnun snýr að forvörnum og viðbúnaði, viðbrögðum, lærdómi og endurreisn vegna áfalla. Háskólinn á Bifröst er eini háskóli landsins sem býður upp á námslínu í áfallastjórnun.
Að náminu koma, auk félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Rauði krossinn á Íslandi, Samband íslenskra sveitarfélaga og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Þar sem Háskólinn á Bifröst er eini háskólinn sem býður uppá námslínu í áfallastjórnun er dýrmætt að geta boðið hana í samvinnu við helstu viðbragðsstofnanir samfélagsins.
Fagstjóri námslínunnar er Dr. Ásthildur Elva Bernharðsdóttir (í leyfi til 1. júlí 2025).
Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir leysir Ásthildi af sem fagstjóri.
-
Einstakt nám
Háskólinn á Bifröst hefur, einn íslenskra háskóla, boðið upp á meistaranám í áfallastjórnun síðan árið 2021. Áfallastjórnun er ung fræðigrein í örum vexti og hefur þegar skilað betri innsýn til þeirra stjórnenda og stefnumótenda sem með tileinkun á nýrri þekkingu og þjálfun hafa getað skilað markvissari áfallastjórnun. Lögð er áhersla á að námið sé hagnýtt og byggt á fræðilegum grunni. Umsjón með námslínunni hefur Dr. Ásthildur Elva Bernharðsdóttir.
-
Lærðu heima
Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi, sem gerir þér kleift að vera í námi á þínum forsendum. Áhersla er lögð á einstaklingsbundna nálgun og námsumhverfi er stafrænt og sveigjanlegt. Stafrænt fjarnám er þannig frábær valkostur fyrir fólk sem hentar að vera í sveigjanlegu háskólanámi, vegna vinnu með námi eða af einhverjum allt öðrum ástæðum. Nánar um námið við Háskólann á Bifröst
-
Framvinda og námslok
Diplómanámið er 60 einingar á meistarastigi í fjarnámi og er unnt að ljúka náminu á tveimur önnum.
-
Fyrirkomulag kennslunnar
Við Háskólann á Bifröst er áhersla lögð á persónulega þjónustu til nemenda. Ánægjukannanir sýna að mikill meirihluti nemenda er afar ánægður með námið og samskipti við kennara og starfsfólk.
Hverri önn við Háskólann á Bifröst er skipt upp í tvær lotur. Verkefnavinna er stór þáttur í námsmati háskólans og vinna nemendur að verkefnum jafnt og þétt yfir lotur skólaársins.
Sjö vikur eru í hvorri lotu og ein staðlota, þar sem nemendur hitta kennara og samnemendur og taka þátt í umræðum og hópverkefnum. Önnur sérstaða í kennsluháttum Háskólans á Bifröst eru misserisverkefni eða missó, eins og verkefnin eru gjarnan nefnd. Missó tekur mið af á kennsluaðferð sem kallast lærdómsþróun (e. learning by developing) og miðar að því að auka hæfni nemenda fyrir vinnumarkað að námi loknu. Nánar um námið á Bifröst
-
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði í námið er grunngráða háskólanáms (t.d. BS, BA, Bed eða BFA) eða menntun og reynsla sem telja má sambærilega við grunngráðu í háskóla.
-
Umsóknarfrestur
Ekki er tekið við umsókum fyrir vorönn 2025. Umsóknarfrestur vegna náms á haustönn 2025 er til 5. júní.
Opnað verður fyrir umsóknir vegna haustannar þann 1. mars 2025.