Félagsvísindadeild

Við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst er fjölbreytt námsframboð. Hagnýtar námsbrautir í grunn- og meistaranámi miða að því að miðla kunnáttu og víðtækri fræðilegri þekkingu sem nýtist á síbreytilegum vinnumarkaði, auk þess að búa nemendur undir virka og gagnrýna þátttöku í þjóðmálaumræðu.  
Við deildina, sem og í öllu námi Háskólans á Bifröst, er mikil áhersla lögð á verkefnavinnu þar sem nemendur þurfa að tileinka sér sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Nemendum gefst jafnframt kostur á að stunda nám við erlenda háskóla með því að fara í skiptinám í gegnum Erasmus-áætlunina.

Háskólinn á Bifröst hefur sterk tengsl við atvinnulíf og samfélag. Fræðimenn og kennarar við félagsvísindadeild taka virkan þátt í og eru sýnileg í opinberri þjóðmálaumræðu og eru jafnframt virkir rannsakendur, hver á sínu sviði.

Í tengslum við meistaranám í menningarstjórnun og grunnnám í skapandi greinum er  mikil áhersla lögð á góða tengingu við menningargeirann þar sem nemendur eiga kost á starfsnámi sem veitir innsýn í starfsemi fyrirtækja og stofnana, auk þess að afla þeim tengsla á vinnumarkaði.

Grunnnám, meistaranám og diplómur

Áfallastjórnun

Meistaranám

Umsóknir

Flýtileið í umsóknargátt

Nánari upplýsingar veita:




Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Forseti félagsvísindadeildar




Sólveig Ólafsdóttir
Aðstoðarmaður deildarforseta




Soffía Dagmar Þorleifsdóttir
Verkefnastjóri félagsvísindadeildar 


Fagstjórar félagsvísindadeildar


Andrea GuðmundsdóttirMiðlun og almannatengsl
Anna Hildur HildibrandsdóttirSkapandi greinar

Sigrún Lilja Einarsdóttir og 
Ásthildur Elva Bernharðsdóttir (er í leyfi til 1. júlí 2025)

Áfallastjórnun / Öryggisfræði og almannavarnir
Bergsveinn ÞórssonOpinber stjórnsýsla
Magnús Árni Skjöld MagnússonStjórnvísindi
Njörður SigurjónssonMenningarstjórnun