Miðlun og almannatengsl
Grunnnám
Við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst er fjölbreytt námsframboð. Hagnýtar námsbrautir í grunn- og meistaranámi miða að því að miðla kunnáttu og víðtækri fræðilegri þekkingu sem nýtist á síbreytilegum vinnumarkaði, auk þess að búa nemendur undir virka og gagnrýna þátttöku í þjóðmálaumræðu.
Við deildina, sem og í öllu námi Háskólans á Bifröst, er mikil áhersla lögð á verkefnavinnu þar sem nemendur þurfa að tileinka sér sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Nemendum gefst jafnframt kostur á að stunda nám við erlenda háskóla með því að fara í skiptinám í gegnum Erasmus-áætlunina.
Háskólinn á Bifröst hefur sterk tengsl við atvinnulíf og samfélag. Fræðimenn og kennarar við félagsvísindadeild taka virkan þátt í og eru sýnileg í opinberri þjóðmálaumræðu og eru jafnframt virkir rannsakendur, hver á sínu sviði.
Í tengslum við meistaranám í menningarstjórnun og grunnnám í skapandi greinum er mikil áhersla lögð á góða tengingu við menningargeirann þar sem nemendur eiga kost á starfsnámi sem veitir innsýn í starfsemi fyrirtækja og stofnana, auk þess að afla þeim tengsla á vinnumarkaði.
Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Forseti félagsvísindadeildar
Sólveig Ólafsdóttir
Aðstoðarmaður deildarforseta
Soffía Dagmar Þorleifsdóttir
Verkefnastjóri félagsvísindadeildar
Andrea Guðmundsdóttir | Miðlun og almannatengsl |
Anna Hildur Hildibrandsdóttir | Skapandi greinar |
Sigrún Lilja Einarsdóttir og | Áfallastjórnun / Öryggisfræði og almannavarnir |
Bergsveinn Þórsson | Opinber stjórnsýsla |
Magnús Árni Skjöld Magnússon | Stjórnvísindi |
Njörður Sigurjónsson | Menningarstjórnun |