Frumkvöðlastarf á Íslandi

Örnám - 18 ECTS - Kennt á ensku

Frumkvöðlastarf og nýsköpun eru gjarnan kynnt sem leið fyrir einstaklinginn til að verða skapandi þátttakanda í samfélaginu með því að búa til nýjar vörur og þjónustu. Þetta örnám samanstendur af námskeiðum fyrir þá sem vilja skilja hvernig eigi að taka fyrstu skref í átt að því að breyta hugmynd í veruleika, fá innsýn inn í sprotaumhverfið á Íslandi og öðlast gagnrýna sýn á hvernig nýsköpun og frumkvöðlastarf geta mótað samfélagið okkar.

Með blöndu af kenningum, verklegum æfingum og reynslusögum mun nemandinn öðlast mikilvæga frumkvöðla hæfni, skilja rekstrarumhverfi sprota og kanna áskoranir og tækifæri þess að koma á fót og halda úti sprotafyrirtæki.

Örnámslínan er þróuð í samstarfi við Þjónustumiðstöð Breiðholts með stuðningi frá samstarfi háskólanna hjá háskólaráðuneyti.  

Fida Abu Libdeh, Arnar Sigurðsson and Michael Hendrix
Kennarar námsins eru Fida Abu Libdeh, Arnar Sigurðsson and Michael Hendrix

Fjöldi ECTS eininga og dreifing vinnuálags

Námið er á ensku, samtals 18 ECTS einingar og samanstendur af þremur námskeiðum í fjarnámi sem eru 6 ECTS einingar hvert. Frumkvöðlastarf á Íslandi I og II eru kennd hvert á eftir öðru á haustönn, meðan Hagnýt hönnunarhugsun er kennd samhliða þeim í langri lotu.

Aðgangsviðmið

Gerð er krafa um stúdentspróf, aðfaranám að háskóla eða sambærilegt nám.

Hæfnis- og lærdómsviðmið

Að lokinni þessari námsleið munu nemendur búa yfir nauðsynlegri hæfni til að verða virkir þátttakendur í frumkvöðlaumhverfi Íslands. Í þessu felst að skilja hlutverk nýsköpunar og frumkvöðlastarfs í að móta samfélagið okkar, en einnig að öðlast þá færni sem þarf til að gerast þátttakandi í þessum umbreytingum. Í þessu felst að kunna að staðfesta hugmyndir og gera frumgerðir, nýsköpun með hönnunarhugsun nálguninni og að taka fyrstu skref í átt að þróa, stækka og halda við eigin rekstri.

Nemendur tileinka sér lykilhugtök og hugmyndir tengdar nýsköpun og frumkvöðlastarfi, en ná einnig færni í aðferðum sem eru hagnýtar þegar haldið er að stað við að setja á fót rekstrareiningu á Íslandi. Í þessu felst að búa til viðskiptaáætlun, fjármögnun, kynningu og að fá yfirlit yfir þau stuðningsúrræði sem stendur frumkvöðlum til boða á Íslandi.

Námsmat

Námsmat á sér stað með blöndu af verkefnamiðuðu mati og hefðbundnara mati.

Verð: 225.000 kr. 

Flest stéttarfélög greiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Dagsetningar námskeiða árið 2025

Örnámið er kennt í þremur námskeiðum á haustönn, skólaárið 2025 - 2026

  • 18. ágúst til 4. október 2025: Frumkvöðlastarf á Íslandi I
  • 13. október til 30. nóvember 2025: Frumkvöðlastarf á Íslandi II
  • 18. ágúst til 30. nóvember 2025: Hagnýt hönnunarhugsun

Áhugasamir geta haft samband við endurmenntun.

Að námi loknu

Nemandi sem lýkur námskeiðinu fær staðfestingu á námslokum með upplýsingum um fjölda ECTS eininga. Hann fær einnig námsferilsyfirlit með upplýsingum um skipulag örnámsins.

Námsleiðið leiðir ekki að prófgráðu. Nemandi sem lýkur stökum námskeiðum til ECTS eininga fær námsferilsyfirlit yfir lokin námskeið.