Stefan Wendt
Rannsóknir Stefans snúa að mikilvægum viðfangsefnum samtímans á fjármálamörkuðum og fjárstýringu fyrirtækja, þ.á.m. sjálfbærni og ábyrgar fjárfestingar, traust almennings til fjármálastofnana, stafvæðing og FinTech og áhættustýring. Stefan ritstýrði bókinni Business and Policy Solutions to Climate Change: From Mitigation to Adaptation ásamt Thomas Walker, Sherif Goubran og Tyler Schwartz, sem kom nýlega út hjá forlaginu Springer/Palgrave MacMillan.
Af öðrum nýlegum fræðiútgáfum Stefans má nefna The Trust Risk Puzzle: The Impact of Trust on the Willingness to Take Financial Risk, grein ásamt Andreas Oehler og Matthia Horn (Quarterly Journal of Finance, apríl 2023), Role, responsibilities, and opportunities for the business sector, grein ásamt Láru Jóhannsdóttur, Þresti ÓLafi Sigurjónsson og Ali Kharrazi (Special issue: Current and future research in environmental sustainability, janúar 2023), Investor Characteristics and their Impact on the Decision to use a Robo-advisor, grein ásamt Andreas Oehler og Matthias Horn (Journal of Financial Services Research, október 2022), Barriers to Using ESG Data for Investment Decisions, grein ásamt Björgu Jónsdóttur, Þresti Ólafi Sigurjónssyni og Láru Jóhannsdóttur (Sustainability, apríl 2022).