Nemendaskrá

Upplýsingar um námsferil nemenda,  skráningar í og úr námskeiðum og einkunnir er að finna í skráningarkerfinu Uglu.

Formlegar útskriftir frá Háskólanum á Bifröst fara fram í júní og febrúar ár hvert, nemendur eru einnig útskrifaðir í september og gefst þá kostur á að mæta í útskriftarathöfn í febrúar. Skráning í útskrift fer fram með rafrænum hætti og er send tilkynning þar að lútandi til nemenda. Prófskírteini eru á íslensku og ensku.

Nemendur geta skráð sig í námskeið á þeim tíma sem háskólaskrifstofa auglýsir opið fyrir skráningu í námskeið. Nemendur skrá sig sjálfir í námskeið í gegnum Uglu. Mikilvægt er að nemendur skrái sig rétt og fyrir auglýstan skráningarfrest.

Nemendum er bent á að senda tölvupóst á verkefnastjóra viðeigandi deildar:


 
Guðrún Olga Árnadóttir
Verkefnastjóri meistaranáms viðskiptadeildar, 
meistaranam hjá bifrost.is
S. 433 3017

Helena Dögg Haraldsdóttir
Verkefnastjóri grunnnáms viðskiptadeildar, 
S. 433 3016

Hlynur Finnbogason
Verkefnastjóri lagadeildar
lagadeild hja bifrost.is
S. 433 3018

Lára Lárusdóttir
Verkefnastjóri háskólagáttar
haskolagatt hjá bifrost.is
S. 433 3000


 Soffía Dagmar Þorleifsdóttir
 Verkefnastjóri félagsvísindasdeildar, grunn- og meistaranám
 felagsvisindadeild hjá bifrost.is
S. 433 3015

Sótt er um staðfestingu á skólavist og áfangavottorð í þjónustugátt skólans.