Algengar spurningar

um námið við Háskólann á Bifröst

  • Hver er sérstaða náms við Háskólann á Bifröst?

    Helsta sérstaða Háskólans á Bifröst felst í einstaklingsmiðuðu háskólanámi. Í því felst að allt nám er stafrænt nám í fjarnámi. Hver og einn skipuleggur þess vegna hvar og hvenær fyrirlestrar eru sóttir. Nám við Háskólann á Bifröst hentar af þessum sökum afar vel þeim sem vilja vinna meðfram náminu eða eru erlendis.

    Þá hefur Háskólinn á Bifröst áunnið sér gott orðspor sem góður og persónulegur háskóli, þar sem hver nemendandi getur notið sín á eigin forsendum. 

    Og síðast en ekki síst, eru ýmsar námslínur háskólans eingöngu í boði á Bifröst, s.s. Viðskiptafræði með ólíkum áherslum, Miðlun og almannatengsl, viðskiptalögfræði, HHS og Skapandi greinar á grunnnámsstigi og áfallastjórnun og menningarstjórnun á meistarastigi.

    Nánar um námsframboðið Háskólans á Bifröst

  • Hver er umsóknarfresturinn?

    Tekið verður við umsóknum um nám á haustönn 2024 við Háskólann á Bifröst til 5. júní. 
    Umsóknarfresturinn gildir fyrir bæði grunnnám og meistaranám. 

    Ef markmiðið er að læra heima við fremsta fjarnámsháskóla landsins, þá er um að gera að senda okkur umsókn. 

    Sæktu um hér.

  • Hver eru inntökuskilyrðin?

    Grunnnám
    Nemendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst. Forgangsröðun við inntöku nemenda ræðst af einkunnum.

    Meistaranám
    Inntökuskilyrði í meistaranám við skólann er grunngráða háskólanáms (t.d. BS, BA, B.Ed eða BFA) sem að jafnaði hefur verið lokið með fyrstu einkunn (>7,25), eða menntun og reynsla sem telja má sambærilega við grunngráðu í háskóla . 

    Meistaranám í lögfræði (ML) er sérstaklega ætlað nemendum sem lokið hafa grunnháskólagráðu í lögfræði eða viðskiptalögfræði og hafa áhuga á að starfa í réttarkerfinu, t.d. við lögmennsku.

    Nemendur í meistaranámi í viðskiptalögfræði (MBL) sem ekki hafa BA/BS gráðu á sviði lögfræði þurfa að ljúka námskeiði í inngangi að lögfræði samhliða eða áður en meistaranám hefst. 

    Háskólagátt

    Nám í Háskólagátt er ætlað fullorðnum nemendum. Þeir sem uppfylla eitthvert af eftirfarandi geta sótt um nám í háskólagátt:

    • Hafa lokið námi til starfsréttinda eða öðru námi af hæfniþrepi 2 eða hærra
    • Hafa lokið Menntastoðum og hafa auk þess a.m.k. 2.-3. ára reynslu á vinnumarkaði
    • Hafa lokið a.m.k. 100 einingum í framhaldsskóla (60 einingum í eldra kerfi)

    Leggi umsækjandi fram gilt raunfærnimat tekur skólinn mið af því við meðhöndlun umsóknar.

    Nám í Háskólagátt er lánshæft hjá Menntasjóði Námsmanna - sjá nánar á www.menntasjodur.is

  • Hvað þarf að fylgja umsókninni?

    Öllum umsóknum skal fylgja ferilskrá, staðfest afrit af prófskírteini, námsferilsyfirlit þar sem meðaltalseinkunn kemur fram og stutt kynningarbréf.

    Skönnuð prófskírteini skulu vera í frumriti eða staðfest afrit með stimpli frá viðkomandi skóla.

  • Hvar fæ ég upplýsingar um stöðu umsóknarinnar?

    Þú fylgist með stöðu umsóknar þinnar á samskiptagátt Háskólans á Bifröst.

  • Hafa skólagjöld verið felld niður?

    Skólagjöld við Háskólann á Bifröst hafa verið felld niður frá og með haustönn 2024. 

    Nemendur greiða á hinn bóginn skráningargjald fyrir hvert námsmisseri, líkt og innheimt er hjá þeim háskólum sem eru ekki með skólagjöld. 

  • Hvar greiði ég skráningargjaldið?

    Til að greiða skráningargjaldið þarftu að fara í samskiptagáttina, þar sem þú sóttir upphaflega um að komast í Háskólann á Bifröst. Þar birtist greiðsluhlekkur sem þú smellir á, þegar umsókn þín hefur verið samþykkt.

  • Hvenær á að greiða skrásetningargjaldið

    Greitt er skrásetningargjald í gegn um greiðsluhlekk í samskiptagáttinni.

    Skrásetningargjaldið verður að greiða fyrir eindaga, 4. júlí fyrir haustönn og 6. janúar fyrir vorönn.

    Frá og með 5. júlí leggst 15% álag á ógreidd skráningargjöld.

    Gjaldfrestur skráningargjalda er til 15. ágúst og er vangreiddir greiðsluseðlar ógildir eftir þann tíma.  

    Vinsamlegast athugaðu að greiðsla skrásetningargjaldsins jafngildir innritun við Háskólann á Bifröst. Einungis þau sem greitt hafa skráningargjaldið geta verið í námi við skólann.   

    Upplýsingar um skólaárið, þ.m.t. hvenær annir hefjast og hvenær þeim lýkur, má nálgast hér á háskólavefnum.

  • Hvernig er kennslufyrirkomulagið?

    Lang flest námskeið í fjarnámi eru kennd í einni 7 vikna lotu. Aðeins tvö námskeið eru kennd yfir tvær lotur.

    Í hverju námskeiði er jafnframt ein staðlota á Bifröst og er sama staðlotan fyrir öll námskeið, þannig að þetta kemur út sem ein staðlota á hverja 7 vikna lotu. 

    Öll námskeið gera kröfur um tiltekin þekkingar-, leikni- og hæfnimarkmið.

    Í hverri viku birtir kennari stafræna fyrirlestra þar sem m.a. er fjallað um efni vikunnar og verkefni eru kynnt og útskýrð.

    Verkefni eru lögð fyrir jafnt og þétt sem þjálfa nemendur í að öðlast þá leikni og hæfni sem að er stefnt í hverju námskeiði fyrir sig.

    Í staðlotum fer fram verkefnavinna og umræður með kennara. Gert er ráð fyrir talsverðri verkefnavinnu í hverju námskeiði og lögð er áhersla á hópa- og teymisvinnu í verkefnum.

  • Hvenær hefst kennsla?

    Upplýsingar um upphaf kennslu, kennslutímabil og aðrar mikilvægar dagsetningar eru í dagskrá skólaársins á heimasíðu skólans www.bifrost.is 

  • Hvernig sæki ég um mat á fyrra námi?

    Innritaðir nemendur við Háskólann á Bifröst geta sótt um mat á fyrra námi hafi þeir stundað sambærilegt háskólanám. Umsóknir um námsmat eru í þjónustugátt HB

  • Hvernig fæ ég viðtal hjá námsráðgjafa?

    Náms- og starfsráðgjafi er með skrifstofu á annarri hæð í eldri byggingu skólans. Viðtöl og ráðgjöf fara fram alla virka daga kl. 9-15 á Bifröst, Reykjavík, fjarfundi eða símleiðis. Mánudaga er hægt að panta tíma í Reykjavík. 

    Námsráðgjafi er með beint símanúmer 433 3028 og netfangið namsradgjof@bifrost.is

  • Get ég sótt um starfsnám?

    Nemendur geta sótt um starfsnám í stað valnámskeiðs. Starfsnámið er í öllum tilvikum ólaunað en nemendur fá 6 ECTS einingar fyrir fulla vinnu í fjórar vikur (160 klukkustundir). Starfsnámið er valkostur sem nemendur í öllum námslínum í grunn- og meistaranámi geta sótt um.

    Skilyrði þess að komast í starfsnám er að nemandi hafi lokið 110 ECTS í grunnnámi og 30 ECTS í meistaranámi og hafi fyrstu einkunn. Ákvörðun um hvort nemandi fái námsvist byggist á námsárangri, hversu langt nemandi er kominn í námi svo og þörfum og óskum samstarfsaðila skólans.

    Umsjónarmaður starfsnámsins er Jóhanna Marín Óskarsdóttir, starfsnam@bifrost.is

    Nánar um starfsnám hér: https://www.bifrost.is/namid/handbok-nemenda/starfsnam