Háskólastjórn 2024 - 2025
Stjórn Háskólans á Bifröst er skipuð fimm einstaklingum tilnefndum til tveggja ára í senn af eftirtöldum aðilum: Borgarbyggð, Háskólaráði Háskólans á Bifröst, Hollvinasamtökum Bifrastar, Sambandi íslenskra samvinnufélaga svf. og Samtökum atvinnulífsins. Eru þrír aðalmenn í stjórn tilnefndir annað hvert ár, en tveir aðalmenn hin árin. Varamenn eru tilnefndir með sama hætti. Fulltrúaráð ákveður þóknun stjórnarmanna.
Stjórnarmenn mega ekki sitja í fulltrúaráði og þess ber að gæta að meirihluti aðal- og varastjórnarmanna sé hvorki í námi né störfum við Háskólann á Bifröst. Undirskriftir meirihluta stjórnar skuldbinda stofnunina.
Stjórn skólans mótar stefnu hans og setur honum reglugerð. Stjórn skal halda bókhald og skila ársreikningi á aðalfundi, endurskoðuðum af löggiltum endurskoðanda. Stjórnin skal fylgjast með fjárhag Háskólans á Bifröst, einkum með því að tekjur standi undir kostnaði og skuldbindingum.
Stjórn og rektor Háskólans á Bifröst gera fulltrúaráði grein fyrir fjárhag og rekstri skólans á aðalfundi hvers árs. Í stjórn Háskólans á Bifröst sitja:
Aðalmaður: Magnús Smári Snorrason
Varamaður: Sigurður Guðmundsson
Aðalmaður: Auður H. Ingólfsdóttir
Varamaður: Haukur Logi Karlsson
Aðalmaður: Ársæll Harðarson, formaður
Aðalmaður: Tómas Már Sigurðsson
Varamaður: Páll Ásgeir Guðmundsson