Það er frábært að fljúga beint úr hreiðrinu og lenda á skýinu hjá Háskólanum á Bifröst. Sem hluti af háskólasamfélagi Bifrastar nýtur þú þess að stunda hágæðafjarnám á þínum forsendum. Lotuskipting gerir námið að margra mati aðgengilegra en annað háskólanám, en öðrum finnst staðloturnar, sem eru tvær á hverri önn, alveg ómissandi. Þá stendur þér til boða að vera hluti af öflugu nemendafélagi Bifrestinga, sem starfar ekki aðeins í skýjunum, heldur einnig á jörðu niðri með margs konar viðburði og aðra skemmtun á dagskránni.
Kynntu þér málið og taktu fyrsta skrefið að bættri framtíð með okkur í skýjunum strax í dag.