Mat á fyrra námi

Skráðir nemendur í nám við Háskólann á Bifröst geta sótt um mat á fyrra námi hafi þeir stundað sambærilegt háskólanám. Umsóknir eru sendar inn í gegnum þjónustugátt Háskólans á Bifröst.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

  • Útfyllt umsóknareyðublað

  • Staðfest prófskírteini/námsferilsyfirlit frá viðkomandi háskóla.

  • Staðfestar námskeiðslýsingar frá viðkomandi háskóla úr kennsluskrá þess árs sem námskeið voru tekin.

Almennar reglur um mat á fyrra námi:

  • Nemendur sem hafa lokið námskeiðum á sama háskólastigi og eru sambærileg þeim sem kennd eru við Háskólann á Bifröst eiga völ á að óska eftir mati á þeim námskeiðum.

  • Fyrra nám er metið á móti heilu námskeiði, einingafjöldi (ECTS) þarf að vera sá sami eða meiri.

  • Námskeið er ekki metið ef einkunn er undir 6,0.

  • Nám er ekki metið ef liðin eru fleiri en 10 ár frá því að það var tekið nema sérstakrar ástæður séu til og þá einungis með undanþágu deildarforseta.

  • Í grunnnámi er heimilt að meta allt að 90 ECTS einingar úr fyrra námi.

  • Í grunndiplómu er heimilt að meta allt að 12 ECTS einingar úr fyrra námi.

  • Í framhaldsnámi er heimilt að meta allt að 30 ECTS úr fyrra námi.

  • Í diplómu á framhaldsstigi er heimilt að meta allt að 12 ECTS einingar úr fyrra námi.

Umsóknarfrestur rennur út:

  • 30. september á haustönn

  • 30. janúar á vorönn

Að loknum fresti getur tekið allt að 4 vikur að fá niðurstöðu; hvert tilvik er metið fyrir sig. 

Úr 23. gr. reglugerðar skólans

„...Í grunnnámi er heimilt að meta allt að 90 ECTS-einingar sem nemandi hefur lokið í öðrum háskólum eða námsleiðum auk skiptináms. Í framhaldsnámi er heimilt að meta til eininga allt að 30 einingum úr öðrum háskólum eða námsleiðum, auk skiptináms, sem hluta af meistaranámi við skólann. Almenn krafa við mat á námsgreinum í grunn- og framhaldsnám er einkunnin 6 eða hærra.“