Reglu um notkun á vefkökum

Eftirfarandi reglur eiga við um notkun Háskólans á Bifröst á vefkökum á léninu bifrost.is ásamt þeim lénum öðrum og undirlénum sem háskólinn kann að nota.

Vefkökur

Vefkökur (e. cookies) eru örtextaskrár sem geyma upplýsingar notkun viðkomandi vefjar. Vefkökurnar gera það þanig að verkum að vefsíðan man eftir hverri heimsókn og hvernig notkun á henni var háttað. Vefkökur innihalda engar persónuupplýsingar eins og nafn, netfang eða símnúmer notenda.

Notkun á vefkökum

Vefkökur sem teljast nauðsynlegar gera notandanum kleift að ferðast um vefsíður og nota þá virkni sem einstakar síður bjóða upp á. Vefkökum sem ætlað er að bæta virkni á vefsiðum og bæta þjónustu við notendur, byggja þá virkni á því að muna innskráningu á Mínar síður, svo að dæmi séu nefnd.

Vefkökur eru einnig notaðar til að bæta frammistöðu háskólavefjarins á grundvelli vefmælinga og gæðaeftirlits sem þjónustur á borð við Google Analytics veita aðgang að. Stuðst er í þessum efnum við upplýsingar á borð við vafra, stýrikerfi og skjástærð notenda, fjölda og lengd heimsókna, vefnotkun og leitarorð. Stuðst er við þessar upplýsingar til að efla vefþróun og upplifun notenda.

Markaðsstarf

Stuðst er við vefkökur frá þriðja aðila í auglýsingabirtingum, svo að unnt sé að kortleggja hvaðan umferð um háskólavefinn kemur. Vefkökur geta einnig verið notaðar til að greina á hvaða vefsíðum notendur hafa áhuga. Þessar upplýsingar er siðan heimilt að nota til að birta og  sníða auglýsingar að þörfum hvers og eins notanda. Háskólinn á Bifröst deilir engum persónugreinanlegum upplýsingum með þriðja aðila.

Vefkökur frá fyrsta og þriðja aðila

Vefkökur frá fyrsta aðila koma sama léni og vefsíðan sem þú ert að heimsækja (bifrost.is þegar þú ert á háskólavefnum) Vefkökur þriðja aðila eru vefkökur sem koma frá öðrum léni en síðunni sem þú ert að heimsækja. Sem dæmi, þá verða slíkar kökur til þegar þú smellir t.d. á hnapp til að deila efni á Facebook eða horfa á myndband á Youtube á háskólavefnum.

Stilla notkun á vefkökum

Notendur geta stýrt notkun á vefkökum í þeim vöfrum sem notaðir eru, s.s. með því að stöðva notkun á vefkökum frá þriðja aðila og heimila notkun á vefkökum fyrsta aðila.