Ólína Kjærúlf Þorvarðardóttir
Ólína Kjerúlf þorvarðardóttir er prófessor og deildarforseti Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst. Hún lærði íslensku, þjóðfræði og heimspeki við Háskóla Íslands og lauk Þaðan doktorsprófi árið 2000. Ólína hefur starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður, skólameistari og háskólakennari. Hún var virk í stjórnmálum um árabil sem borgarfulltrúi og alþingismaður. Í frístundum er hún björgunarsveitarmaður og fararstjóri fyrir Ferðafélag Íslands. Árið 1995 hlaut hún verðlaun í ljóðasamkeppni Listahátíðar Reykjavíkur. Fræðirit hennar falla aðallega undir þjóðfræði, menningararf og kennsluefni.
Eftir Ólinu hafa m.a. verið gefnar út bækurnar Ilmreyr móðurminning (Vaka-Helgafell, 2021), Spegill fyrir skuggabaldur (Skrudda, 2020), Lífgrös og leyndir dómar (Vaka-Helgafell 2019), Brennuöldin (Háskólaútgáfan, 2000), Við Djúpið blátt, Árbók ferðafélags Íslands 2017 (Oddi, 2017). Bækur eftir Ólínu í bókabúð Forlagsins