Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafi starfar í þágu nemenda og gætir hagsmuna þeirra, þjónustan er einstaklingsbundin og fer fram í trúnaði. Markmið ráðgjafarinnar er að stuðla að vellíðan nemenda, efla færni og sjálfsþekkingu þeirra til að ná sem bestum árangri í námi og aðstoða þá að finna áhuga sínum og hæfileikum farveg.

Náms- og starfsráðgjafi veitir nemendum ráðgjöf og stuðning í skipulögðum vinnubrögðum í námi, náms- og starfsvali, líðan og heilsu og sérúrræðum í námi.

Viðtöl og ráðgjöf fara fram á skrifstofu skólans í Borgartúni 18, með fjarfundi eða símleiðis alla virka daga kl. 09:00-15:00.

Viðtöl eru bókuð hér á bókunarvef náms- og starfsráðgjafar

Helga Rós Einarsdóttir
Náms- og starfsráðgjafi
namsradgjof hjá bifrost.is
S. 433 3028

Unnur Símonardóttir
Náms- og starfsráðgjafi
namsradgjöf hjá bifrost.is
S. 433 3042



Vinsælar flýtileiðir