Rannsóknasetur skapandi greina
Meginhlutverk Rannsóknaseturs skapandi greina er að efla rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina með hliðsjón af þeim fjölþættu samfélags- og efnahagsáhrifum sem þessi starfsemi leiðir af sér. Menning og listsköpun hefur óumdeilandlegt samfélagslegt gildi en um leið eru skapandi greinar líka efnahagslegur aflvaki.
Rannsóknasetur skapandi greina var stofnað árið 2023. Stofnaðilar eru Háskólinn á Bifröst, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Hólum. Stjórn setursins skipta fulltrúar háskólanna fimm, auk fulltrúa frá Samtökum skapandi greina og menningar- og viðskiptaráðuneyti.
Stjórn RSG 2023-2024 skipa Anna Hildur Hildibrandsdóttir (ráðherraskipaður formaður), Halla Helgadóttir fulltrúi Samtaka skapandi greina, Hulda Stefánsdóttir fulltrúi Listaháskóla Íslands, Stefán Hrafn Jónsson fulltrúi Háskóla Íslands, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir fulltrúi Háskólans á Bifröst, Laufey Haraldsdóttir fulltrúi Háskólans á Hólum og Eyjólfur Guðmundsson fulltrúi Háskólans á Akureyri. Kristrún Heiða Hauksdóttir er fulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytis.
Rannsóknasetur skapandi greina er umsýslað af Háskólanum á Bifröst.
Nánari upplýsingar veita: