
Nám með samfélagslega sérstöðu
Fyrir nokkrum vikum birti Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti Félagsvísindadeildar, grein á Vísi.is - Herleysið er okkar vörn. Grein Ólínu er að hluta til svar við skrifum Bjarna Más Magnússonar, prófessors og deildarforseta Lagadeildar, um aðgerðir til að efla stjórnsýslu varnarmála á Íslandi. Í grein sinni talar Ólína um að aðstæður á alþjóðavettvangi hafi breyst mikið á skömmum tíma. „Auðsýnd ásælni Bandaríkjaforseta í landsvæði og auðlindir á Norðurslóðum sem víðar, hefur valdið ótta og vakið okkur til umhugsunar um stöðu Íslands. Munum við sogast inn í hringiðu landvinningaátaka, varnarlítil örþjóð norður í Ballarhafi? Hvað er til ráða? Hvernig tryggjum við öryggi landsins?“ Hlutverk háskólasamfélagsins og fjölmiðla segir Ólína nú mikilvægara en nokkru sinni fyrr, þegar upplýsingaóreiða og óskýrar línur ríkja í alþjóðastjórnmálum.
Við Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst er nú boðið upp á tvær nýjar námslínur sem fjalla einmitt um stöðuna í breyttum heimi. Annars vegar grunnnámslínuna Öryggisfræði og almannavarnir og hins vegar meistaranámslínuna Áfallastjórnun. Báðar námslínur mennta fólk í viðbrögðum og ferlum þegar kemur að ýmsum áföllum, bæði af manna völdum og náttúrunnar.
Þar til viðbótar hefur ný meistaranámslína nú litið dagsins ljós við Félagsvísindadeild; Samskiptastjórnun. Upplýsingaóreiða og óljós skil milli fjölmiðla og annarra samskiptamiðla geta verið ógn við samfélagsskipan og öryggi. Í náminu er fjallað um þverfaglegt samband miðlunar og samskipta í breytilegu nútímaumhverfi þar sem örugg miðlun upplýsinga og traust samskipti eru undirstaðan.
Það má því með sanni segja að Háskólann á Bifröst bjóði upp á nám sem nýtist samfélaginu öllu með því að geta af sér einstaklinga með djúpan skilning á flóknum verkefnum í bæði innanríkis- og alþjóðamálum.
Opið er fyrir umsóknir – kynntu þér málið!
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta