
Uppskeruhátíð nýsköpunar
Uppskeruhátíð Nýsköpunar hjá Háskólanum á Bifröst verður haldin laugardaginn 5. apríl klukkan 14:00 til 17:00 í Landnámssetri Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi.
Á uppskeruhátíðinni fá nemendur í námskeiðinu Nýsköpun og gerð viðskiptaáætlana tækifæri til að kynna viðskiptahugmyndir sínar sem þau hafa unnið af kappi í allan vetur við að móta og þróa.
Áhorfendum býðst frábært tækifæri til að kynnast nýjum og spennandi viðskiptahugmyndum sem gætu átt eftir að hafa áhrif til framtíðar. Við hvetjum alla áhugasama til að koma og styðja við þessa frábæru frumkvöðla sem þarna munu kynna hugmyndir sínar.
Að kynningum loknum verður boðið upp á léttar veitingar og þar gefst tækifæri til að spjalla og mynda ný tengsl.
Uppskeruhátíðin endurspeglar skýra áherslu háskólans á nýsköpun og undirstrikar mikilvægi hennar í framtíðinni. Við tökum hlutverk okkar í að búa til frumkvöðla framtíðarinnar mjög alvarlega.
Áhugasöm eru vinsamlegast beðin um að skrá sig hér fyrir 3. apríl
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta