
Samtal um Hörpu-áhrifin
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) í samstarfi við Hörpu stendur fyrir viðburði miðvikudaginn 9. apríl um Hörpu-áhrifin, nýútgefna skýrslu um hagræn áhrif Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss en í haust samdi Harpa við RSG um gerð skýrslunnar. Ágúst Ólafur Ágústsson hagfræðingur er höfundur skýrslunnar og kynnir hana. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, og Erla Rún Guðmundsdóttir, forstöðukona RSG, koma einnig fram.
Að lokinni kynningu fara fram umræður í sal sem Anna Hildur Hildibrandsdóttir stýrir.
Samtalið fer fram í Kaldalóni og í streymi. Kaffi verður á staðnum í boði Hörpu.
Lesa má frekar um verkefnið á vef RSG og hér er Facebook-viðburður.
Vinsamlegast skráið mætingu (á staðinn) hér.
Athugið að sætaframboð er takmarkað.
Skráningu lýkur kl. 12 þriðjudaginn 8. apríl.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta