Hlýlegt háskólaþorp
Það er alltaf gott að koma á Bifröst. Öll aðstaða til náms á Bifröst er til fyrirmyndar og stuðlar að góðum árangri í námi. Háskólaþorpið er hlýlegt og umhverfið lyftir andanum á hærra plan. Lífið í háskólaþorpinu hentar jafnt einstaklingum sem fjölskyldum og á Bifröst eignast fólk vini fyrir lífstíð. Íbúðarhúsnæði, rekið af Nemendagörðum Háskólans á Bifröst, er hagkvæmt og fjölbreytt og hentar jafnt einstaklingum sem fjölskyldum.
Þjónusta við íbúa
Allir íbúar á Bifröst hafa aðgang að margvislegri aðstöðu og þjónustu. Líkamsræktarstöð með heitum potti er á svæðinu. Sjá meira hér.
Leikskóli og grunnskóli
Á Bifröst er líka Hraunborg sem er Hjallastefnuleikskóli og Grunnskóli Borgarfjarðar – Varmalandi sem er einsetinn og þangað ekur skólabílinn með börnin til og frá skóla. Sjá meira hér.
Umhverfi Bifrastar er einkar fallegt en skólaþorpið er í miðju Grábrókarhrauni og stutt í óbeislaða náttúru. Gönguferð niður að fossinum Glanna eða golfhringur á golfvelli í göngufæri eru dæmi um fjölmargar leiðir til að hlaða batteríin. Sjá meira hér.
Úthlutun húsnæðis
Úthlutun húsnæðis, gerð húsaleigusamninga, samskipti við leigutaka, viðhald á fasteignum og öryggisvarsla er í umsjón umsjónarmanns húsnæðis og á ábyrgð framkvæmdastjóra rekstrarsviðs.
Hér má finna ítarlegar upplýsingar um það leiguhúsnæði sem í boði er, s.s reglur um úthlutun, húsreglur í sambýlum, þjónustugjaldskrá og gjaldskrá vegna leiguhúsnæðis, gátlista vegna úttekta og skila á húsnæði, gátlista yfir húsbúnað, reglur um öryggisvörslu og áminningar o.fl. Starfsmenn húsnæðissviðs sjá um að taka á móti verkbeiðnum í gegnum Mínar Síður.
Húsaleigusamningar
Húsaleigusamningar eru gerðir á skrifstofutíma á Háskólaskrifstofu eða eftir nánara samkomulagi við umsjónarmann húsnæðis. Nemendur eru hvattir til að færa lögheimili sitt að Bifröst en í því fylgir hagræð fyrir nemendur, þá sérstaklega fjölskyldufólk sem ætlar að sækja um leikskóla eða grunnskólavist fyrir börn sín.
Þjónustusími og neyðarnúmer
Ef upp koma neyðartilfelli (s.s. leki eða annað mjög aðkallandi) hringið þá í þjónustusímann sem er 695 9908 milli kl. 8.00 - 17.00 virka daga. Neyðaropnunum er sinnt á milli kl. 8.00-12.00 og 13.00-17.00. Ef neyðartilfelli koma upp milli kl. 17.00 - 08.00 virka daga eða um helgi/frídaga hringið þá í síma 695 9901.
Skrifstofan er opin alla virka daga á milli kl. 13:00 – 15:00.
Starfsmenn húsnæðissviðs
Eva Benedikts Diaz Umsjónarmaður húsnæðis husnaedi hjá bifrost.is S. 433 3062 | |
| Rolando Díaz Starfsmaður framkvæmda og viðhalds S. 433 3000 |
Johnny Nielsen Starfsmaður framkvæmda og viðhalds S. 433 3000 |