Umgengni og áminningar
1. gr.
Eftir kl. 24.00 og til kl. 07.00 má enga háreysti hafa, er raskað geti svefnfriði manna í öðrum íbúðum. Séu veislur haldnar af meiriháttar tilefni, er þó heimilt að færa til upphaf fyrrnefnds tímabils í samráði við íbúa þeirra íbúða sem næst liggja. Ætíð skal tilkynnt um slíkar veislur til umsjónarmanns húsnæðis með góðum fyrirvara.
2. gr.
Berist umsjónarmanni húsnæðis kvartanir vegna ónæðis frá íbúa/íbúum, mun umsjónarmaður hafa samband við viðkomandi og veita honum áminningu. Ef fleiri kvartanir berast eftir það vegna háreystis eða annars er veldur öðrum íbúum að öðru leyti óásættanlegu ónæði skal heimilt að segja leigusamningi samstundis upp og rýma verður íbúðina þegar í stað.
3. gr.
Komi til þess að kalla þurfi til lögreglu glatar viðkomandi öllum áunnum punktum til forgangs við úthlutun húsnæðis Nemendagarða, auk þess að fá áminningu.
4. gr.
Komi upp aðstæður sem réttlæta riftun af hálfu leigusala samkvæmt húsaleigusamningi, er uppsagnarfrestur enginn og ber leigutaka að rýma hið leigða þegar í stað eftir að honum berst tilkynning um riftun.
5. gr.
Tvær áminningar valda undantekningarlaust tafarlausum brottrekstri úr húsnæði Nemendagarða. Viðkomandi getur sótt um að komast í húsnæði á Nemendagörðum að þremur mánuðum liðnum og metur þá úthlutunarnefnd hvort viðkomandi fái að flytja aftur inn á Nemendagarða.
6. gr.
Þar sem fleiri en einn leigjandi deila sömu íbúð, bera allir sameiginlega ábyrgð verði vart við ónæði frá henni. Sé ástæða til áminningar og enginn íbúa vill gangast við að hafa borið ábyrgð á gleðskapnum þá bera allir íbúar sameiginlega ábyrgð og fá allir áminningu. Undantekning frá því er því aðeins að íbúi hafi sannanlega ekki verið í íbúðinni þegar ónæðið átti sér stað.
Verði verulegur misbrestur á umgengni í og við hið leigða húsnæði fá leigutakar/leigutaki senda áskorun um að bæta úr innan 10 daga. Ef því er ekki sinnt fá leigutakar/leigutaki áminningu, heimilt er að rifta húsaleigusamningi í slíkum tilfellum.
Áminningar eru einnig veittar fyrir að halda hunda/ketti í einstaklingsherbergjum og ef ónæði verður af hunda/kattahaldi í leiguíbúðum.
7. gr.
Áminning er bundin við einstakling og fylgir honum þó skipt sé um húsnæði. Áminning gildir í eitt ár frá því hún er veitt, en fyrnist að þeim tíma liðnum.