Íbúðarhúsnæði

Fjölskylduíbúðir eru ýmist þriggja eða fjögurra herbergja íbúðir á einni eða tveimur hæðum. Í svokölluðum Kotum sem eru á tveimur hæðum eru t.d. forstofa, geymsla, eldhús og stofa. Á efri hæð eru 2 - 3 herbergi og baðherbergi með sturtu. Á baðinu er tenging fyrir þvottavél og þar er einnig hægt að koma fyrir þurrkara. Íbúðirnar eru ýmist leigðar út með eða án húsbúnaðar og húsgagna.

Einstaklingsíbúðir eru sambýli 3-6 einstaklinga sem hver hefur sitt eigið herbergi með sér baðherbergi. Í sameiginlegu rými eru eldhús, setkrókur, forstofa og geymsla. Íbúðirnar eru leigðar út með húsgögnum. Eldhúsáhöld, örbylgjuofn og frystiskápur fylgja einnig hverri íbúð. Í húsnæði skólans í kjallara (Helvíti) er sameiginlegt þvottahús fyrir nemendur og starfsmenn skólans. 

Einstaklingar eða pör geta sótt um fjölskylduíbúðir ef nægt framboð er fyrir hendi, úthlutunarreglur gilda í þeim efnum. Í slíkum tilfellum er ekki sjálfgefið að hægt sé að framlengja húsaleigusamning.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta