Móttaka húsnæðis

Leigutakar eru beðnir að yfirfara húsnæði innan 24 tíma og senda athugasemdir í verkbeiðni ef húsnæðið þarfnast viðhalds. Ef þrifum er ábótavant sendið póst innan 24 tíma á husnaedi@bifrost.is Taka verður þá þrifin út að nýju.

Þeir sem leigja húsnæði með húsbúnaði eru vinsamlegast beðnir um að afrita og fara yfir gátlista og skrá ef eitthvað vantar. Merkið íbúð og sendið listann í tölvupósti á husnaedi@bifrost.is

Leigutakar fá 1-2 daga til að flytja milli einstaklingsíbúða og 3-4 daga milli fjölskylduíbúða. Strax eftir flutning skal hafa samband við umsjónarmann húsnæðis í síma 433 3062/856 4595 eða senda tölvupóst á husnaedi@bifrost.is og panta úttekt á húsnæði sem flutt er úr.

Uppsögn á húsnæði

Leigutakar eru beðnir að senda uppsögn á húsnæði í tölvupósti á netfangið husnaedi@bifrost.is. Takið fram nafn, húsnæði og númer (herbergisnúmer) ásamt brottfarardegi. Uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast við næstu mánaðamót. Dæmi: Ef sagt er upp um miðjan nóvember þá greiðir leigutaki út desember en gæti farið út á tiltekinni dagsetningu í janúar án þess að greiða út janúar. 

Úttektir

Úttekt á húsnæði á að fara fram á dagvinnutíma og er síðasta úttekt almennt ekki seinna en kl. 15:30. Hringja skal  í síma 433 3062 eða senda tölvupóst á husnaedi@bifrost.is og panta úttekt.

Við skil á húsnæði biður leigutaki um úttekt á því og framkvæmir fulltrúi leigusala hana að leigutaka viðstöddum eða fulltrúa hans.

Ef leigutaki skilar ekki af sér húsnæði þarf hann að greiða kr. 5.000,- Ef húsnæði er ekki í lagi greiðir leigjandi kostnað vegna þrifa kr. 3.500,- pr. klst.

Úttekt á húsnæði utan dagvinnutíma 5.000 kr. og er háð því að starfsfólk vilji taka slíkt að sér.

Ef hlífðardýnum er ekki skilað hreinumvið úttekt þá verður leigutaki rukkaður um kr. 3.000,- pr. stk. Ef ruslafötu vantar er rukkað um kr. 1.000,-. Ef leigt er með húsbúnaði og það vantar húsbúnað eða húsbúnaður er skemmdur er rukkað samkvæmt kostnaðarverði á markaði hverju sinni.

Athugið!
Herbergi eða íbúð telst ekki skilað fyrr en úttekt á þrifum hefur farið fram, sameign þar með talið þar sem það á við. Sjá þjónustugjaldskrá.
Umsjónarmaður húsnæðis sér um úttekt á leiguhúsnæði.
Úttektarsíminn er 433 3062. Einnig er hægt að senda tölvupóst á husnaedi@bifrost.is.

Umsjónarmaður húsnæðis

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta