Fréttir og tilkynningar

Samtal um skapandi greinar - Nýsköpun á sviði tónlistar 3. febrúar 2025

Samtal um skapandi greinar - Nýsköpun á sviði tónlistar

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) í samstarfi við CCP býður í samtal um skapandi greinar fimmtudaginn 6. febrúar klukkan 8:30 - 10 í húsakynnum CCP Í Grósku, 3. hæð, að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Nýsköpun á sviði tónlistar.

Lesa meira
Staðlotu helgarinnar aflýst vegna spár um aftakaveður 29. janúar 2025

Staðlotu helgarinnar aflýst vegna spár um aftakaveður

Vegna aftakaveðurs sem spáð er um helgina, meira og minna um allt land, hefur sú ákvörðun verið tekin að færa staðlotuna alfarið yfir á Teams.

Lesa meira
Vífill Karlsson prófessor hjá Háskólanum á Bifröst 29. janúar 2025

Vífill Karlsson prófessor var gestur í þættinum Samfélagið

Vífill Karlsson prófessor við Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, var ásamt fleirum, gestur í þættinum Samfélaginu á RÚV síðastliðinn föstudag.

Lesa meira
Bifröst og OpenEU samstarfið - Byggjum eitthvað stórt 29. janúar 2025

Bifröst og OpenEU samstarfið - Byggjum eitthvað stórt

Dagana 16.-17. janúar hittust fulltrúar þeirra tíu háskóla sem standa að OpenEU háskólasamstarfinu á stofnfundi verkefnisins í Barcelona. Þar var hleypt af stokkum fjögurra ára verkefni sem miðar að því að koma opnum sam-evrópskum háskóla á laggirnar.

Lesa meira
Frá útskrift úr Örnámsleiðunum Stafræn fatahönnun og Gæðastjórnun 20. janúar 2025

Útskrift úr Örnámi

Fimmtudaginn 16. janúar var haldin útskriftarhátíð fyrir nemendur sem nú útskrifast úr örnámi hjá Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

Lesa meira
Rektorar háskólanna tíu sem standa að háskólaneti OpenEU 15. janúar 2025

Háskólanetið OpenEU leggur grunninn að al-evrópskum fjarnámsháskóla

OpenEU er evrópskt samstarfsverkefni háskóla, samtaka og stofnana á sviði fræða, viðskipta, sveitarfélaga og samfélags. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu og miðar að því að skapa samstarf um fjarnám, símenntun og stafræna þróun háskólamenntunar.

Lesa meira
Vel heppnaður morgunfundur Rannsóknarmiðstöðvar skapandi greina 10. janúar 2025

Vel heppnaður morgunfundur Rannsóknarmiðstöðvar skapandi greina

Rúmlega 60 manns sátu skemmtilegan fund á vegum Rannsóknarseturs skapandi greina (RSG) í samstarfi við CCP. Yfirskrift fundarins er Skapandi aðferðarfræði. Fundurinn var haldinn í húsakynnum CCP.

Lesa meira
Hugrún Ósk Guðjónsdóttir gengur til liðs við Háskólann á Bifröst sem verkefnisstjóri Lagadeildar 10. janúar 2025

Velkomin til starfa

Hugrún Ósk Guðjónsdóttir hefur gengið til liðs við Háskólann á Bifröst sem verkefnisstjóri Lagadeildar.

Lesa meira
Frá vinstri: Gunnhildur Einarsdóttir, sérfræðingur hjá RSG, Björg Steinunn Gunnarsdóttir, styrkþegi, Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður stjórnar RSG, Helga Guðrún Jónasdóttir, styrkþegi, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst og stjórnarmeðlimur RSG, Margrét Sigrún Sigurðardóttir, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og stjórnarmeðlimur RSG. 8. janúar 2025

Aukin rannsóknavirkni á sviði skapandi greina

Þann 7. janúar veitti stjórn Rannsóknaseturs skapandi greina styrki úr meistaranemasjóði setursins. Styrkirnir eru ætlaðir meistaranemum sem vinna að lokaverkefni um atvinnulíf menningar og skapandi greina og þau fjölþættu og fjölbreyttu samfélags- og efnahagsáhrif sem þessi starfsemi leiðir af sér.

Lesa meira