Frá útskrift úr Örnámsleiðunum Stafræn fatahönnun og Gæðastjórnun

Frá útskrift úr Örnámsleiðunum Stafræn fatahönnun og Gæðastjórnun

20. janúar 2025

Útskrift úr Örnámi

Fimmtudaginn 16. janúar var haldin útskriftarhátíð fyrir nemendur sem nú útskrifast úr örnámi hjá Endurmenntun Háskólans á Bifröst. Um var að ræða nemendur í námsleiðunum Gæðastjórnun og Stafrænni fatahönnun. Alls útskrifuðust 13 nemendur að þessu sinni og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.

Örnám eru stuttar námslínur á háskólastigi. Sérstaða örnáms er sú að námið er metið á grunni ECTS eininga og lýtur því öllum þeim gæðakröfum sem gerðar eru til náms á háskólastigi.  Tvær námslínur voru í boði í örnámi þennan veturinn og ætlunin er að fjölga örnámslínum umtalsvert á næsta skólaári 2025 – 2026.