Frá útskrift úr Örnámsleiðunum Stafræn fatahönnun og Gæðastjórnun
20. janúar 2025Útskrift úr Örnámi
Fimmtudaginn 16. janúar var haldin útskriftarhátíð fyrir nemendur sem nú útskrifast úr örnámi hjá Endurmenntun Háskólans á Bifröst. Um var að ræða nemendur í námsleiðunum Gæðastjórnun og Stafrænni fatahönnun. Alls útskrifuðust 13 nemendur að þessu sinni og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.
Örnám eru stuttar námslínur á háskólastigi. Sérstaða örnáms er sú að námið er metið á grunni ECTS eininga og lýtur því öllum þeim gæðakröfum sem gerðar eru til náms á háskólastigi. Tvær námslínur voru í boði í örnámi þennan veturinn og ætlunin er að fjölga örnámslínum umtalsvert á næsta skólaári 2025 – 2026.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta