Hugrún Ósk Guðjónsdóttir gengur til liðs við Háskólann á Bifröst sem verkefnisstjóri Lagadeildar

Hugrún Ósk Guðjónsdóttir gengur til liðs við Háskólann á Bifröst sem verkefnisstjóri Lagadeildar

10. janúar 2025

Velkomin til starfa

Hugrún Ósk Guðjónsdóttir hefur gengið til liðs við Háskólann á Bifröst sem verkefnisstjóri Lagadeildar.

Hugrún lauk meistaranámi í Menningarstjórnun frá Bifröst árið 2016 og hefur víðtæka reynslu af verkefnastjórnun, ráðgjöf og viðburðastjórnun. Hún starfaði í 9 ár hjá VID Specialized University í Noregi, þar sem hún vann meðal annars að þróun verklags við doktorsnám og skipulagði námskeið og ráðstefnur. Hún starfaði einnig sem ráðgjafi og aðstoðarrannsakandi við eitt af rannsóknarsetrum háskólans og tók þátt í fjölmenningarlegum verkefnum.

Hún hefur mikinn áhuga á tónlist og hefur dansað og kennt salsa síðastliðin 19 ár. Hún flutti til Íslands árið 2023 eftir 16 ára dvöl erlendis. Eftir flutninginn hélt hún áfram að starfa í fjarvinnu við háskólann í Noregi en er nú að stíga sín fyrstu skref á íslenskum vinnumarkaði.

Hugrúnu hlakkar til að takast á við ný og spennandi verkefni og að kynnast nýjum kollegum sínum við Háskólann á Bifröst. Við bjóðum Hugrúnu Ósk hjartanlega velkomna til starfa.