Vel heppnaður morgunfundur Rannsóknarmiðstöðvar skapandi greina 10. janúar 2025

Vel heppnaður morgunfundur Rannsóknarmiðstöðvar skapandi greina

Rúmlega 60 manns sátu skemmtilegan fund á vegum Rannsóknarseturs skapandi greina (RSG) í samstarfi við CCP. Yfirskrift fundarins er Skapandi aðferðafræði. Fundurinn var haldinn í húsakynnum CCP. 

Meðal þeirra sem fluttu erindi voru Bergur Finnbogason, listrænn stjórnandi hjá CCP, sem fjallaði um samstarf CCP við alþjóðlegar rannsóknastofnanir. CCP hefur um nokkurt skeið komið að rannsóknum í gegnum Project Discovery, Citizen Science verkefni fyrirtækisins, þar sem leikmenn EVE online leggja rannsakendum lið með leikjun verkþátta er varða rannsóknir og staðfestingu stórra gagnasetta.

Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, greindi frá rannsókn sinni á mikilvægi félagslegs andrúmslofts sem hann hefur kallað „félagslega töfra“, sem hann hefur greint með sjónrænni félagsfræði í bók sinni Sjáum samfélagið. Þá kynnti Katrín Ólína Pétursdóttir, hönnuður og forseti hönnunardeildar Listaháskóla Íslands, verkefnið Primitiva sem sameinar sköpun og stafræna tækni í skartgripahönnun.

Að erindum loknum voru líflegar umræður þar sem fundargestir höfðu tækifæri til að spyrja spurninga og deila sínum hugleiðingum. Fundurinn var haldinn á ensku og streymt var frá erindunum til þeirra sem ekki gátu verið á staðnum.

Fundurinn er hluti af fundaröðinni Samtal um skapandi greinar, sem RSG og CCP standa saman að. Markmið fundaraðarinnar er að efla umræðu og samvinnu milli ólíkra hagaðila innan skapandi greina – einkageirans, akademíunnar og opinbera geirans.

Þeir sem sátu fundinn lýstu ánægju með efnið og lögðu áherslu á mikilvægi þess að halda áfram að skapa slíka vettvanga til að deila hugmyndum og efla samvinnu innan skapandi greina.

Horfa má á framsögu fundarins hér:

https://vimeo.com/1045680769